Cristiano Ronaldo og liðsfélagar hans í Al Nassr eru úr leik í konungsbikarnum eftir að hafa tapað óvænt fyrir Al Taawon, 1-0, á heimavelli í kvöld.
Portúgalski sóknarmaðurinn lék allan leikinn í liði Al Nassr en tókst ekki að skora.
Gestirnir í Al Taawon komust yfir þegar tuttugu mínútur voru eftir en heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna seint í uppbótartíma er liðið fékk vítaspyrnu.
Ronaldo fór á punktinn en skaut boltanum hátt yfir markið og Al Nassr því úr leik.
Al Hilal er komið áfram eftir 4-1 sigur á Al Taee. Al Hilal gat leyft sér að hafa lykilmenn á bekknum í þessum örugga sigri.
Ronaldo misses ? pic.twitter.com/N4kDpVu2o5
— Al Nassr Zone (@TheNassrZone) October 29, 2024
Athugasemdir