David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   þri 29. október 2024 17:42
Brynjar Ingi Erluson
Segja Trent hafa hafnað nokkrum samningstilboðum frá Liverpool
Mynd: EPA
Spænski miðillinn Sport fullyrðir að enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold hafi hafnað nokkrum samningstilboðum frá Liverpool.

Alexander-Arnold er 25 ára gamall hægri bakvörður en hann verður samningslaus eftir þetta tímabil.

Hann hefur haldið öllum möguleikum opnum varðandi framtíð sína en spænska stórliðið Real Madrid er sagt með hann efstan á óskalista sínum.

Hingað til hafa enskir miðlar haldið því fram að Liverpool hafi ekki boðið Trent nýjan samning en að það fari á fullt þegar nær dregur áramótum.

Sport segir hins vegar í dag að Englendingurinn hafi þegar hafnað nokkrum samningstilboðum félagsins.

Þar kemur einnig fram að hann sé í leit að nýrri áskorun og að Real Madrid sé ekki eina félagið sem sé að skoða það að fá hann næsta sumar.

Trent er fæddur og uppalinn í Liverpool en það var Jürgen Klopp sem gaf honum tækifærið með aðalliðinu árið 2016. Hann hefur vaxið mikið sem leikmaður síðan og unnið alla titla sem í boði eru með félagsliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner