fös 29. nóvember 2019 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sveinn Aron með stoðsendingu að jöfnunarmarki
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðsmaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen hélt sæti sínu í byrjunarliði Spezia eftir að hafa skorað í síðasta leik.

Spezia heimsótti Cosenza í ítölsku B-deildinni í kvöld og voru það heimamenn sem náðu forystunni undir lok fyrri hálfleiks. Emmanuel Riverie, fyrrum sóknarmaður Newcastle og Mónakó, skoraði.

Spezia jafnaði metin á 63. mínútu þegar Antonino Ragusa skoraði eftir samleik við Svein Aron.

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka fékk Juan Ramos, leikmaður Spezia, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spezia náði þó að halda út og lokatölur 1-1.

Sveinn Aron var tekinn af velli á 87. mínútu.

Spezia er í 14. sæti ítölsku B-deildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner