Unai Emery var rekinn frá Arsenal í morgun og miklar vangaveltur eru uppi um hver verði næsti stjóri liðsins.
Emery hefur verið stjóri Arsenal síðan í maí 2018 þegar hann tók við af Arsene Wenger. Gengið á þessu tímabili hefur alls ekki verið eftir væntingum og spilamennska liðsins verið slök.
Freddie Ljungberg er tekinn við liðinu til bráðabirgða og stýrir því gegn Norwich á sunnudag.
Sky Sports tók saman lista yfir tíu knattspyrnustjóra sem gætu mögulega tekið við af Emery hjá Arsenal. Hér að neðan má sjá listann, en Sky Sports nefnir líka nokkra stjóra sem þykja ekki eins líklegir. Þeir stjórar eru: Julian Nagelsmann, Diego Simeone, Carlo Ancelotti, Chris Wilder og Didier Deschamps.
Athugasemdir