Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. nóvember 2021 12:24
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Patrik: Þarf talsvert högg til að fá áverka á hálsinn
Patrik er 21 árs gamall.
Patrik er 21 árs gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur mikið verið í umræðunni eftir að honum var hrint af liðsfélaga sínum, David Brekalo, hjá Viking í Noregi í leik gegn Kristiansund. Brekalo fékk fyrir vikið að líta rauða spjaldið.

Patrik fór í jörðina og hélt um höfuð sitt en hann hefur verið sakaður um að hafa verið með leikaraskap sem hafi orðið til þess að liðsfélagi hans fékk brottvísun.

Smelltu hér til að sjá atvikið umtalaða. Eftir leikinn birtist mynd af Patrik og Brekalo þar sem þeir höfðu náð sáttum eftir þessa stórfurðulegu atburðarás.

„Það var ekkert vesen á milli okkar tveggja, hvorki fyrir né eftir, og við skildum bara sáttir eftir þetta. Við gerðum báðir mistök, lærum af þessu og þetta er bara búið," segir Patrik í samtali við Vísi.

Patrik segir að sér sárni umfjöllun um að hann hafi fiskað liðsfélaga af velli með leikaraskap.

„Mér sárnar smá að maður sé gerður að sökudólgi þó að ég hafi ekki slegið frá mér. Eftir á að hyggja hefði maður viljað standa þetta af sér, en ég er með áverka á hálsinum sem segja svolítið til um hversu fast höggið var."

„Þetta „slow motion view“ lítur ekkert æðislega út fyrir mig sjálfan, þrátt fyrir að ég sé með áverka á hálsinum eftir hann og að þeir leikmenn sem sáu þetta á vellinum hafi séð að þetta var meira högg," segir Patrik, sem er hjá Viking á lánssamningi frá Brentford, við Vísi.


Athugasemdir
banner
banner