Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. nóvember 2021 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Þrettán hjá Belenenses með Omicron-afbrigðið
Leikmenn og þjálfararlið Belenenses eru með Omicron-afbrigðið
Leikmenn og þjálfararlið Belenenses eru með Omicron-afbrigðið
Mynd: EPA
Þrettán leikmenn og þjálfarar hjá portúgalska félaginu Belenenses eru með Omicron-afbrigðið af Covid-19 en þetta kemur fram hjá New York Times og Reuters.

Smitin greindust sólarhring fyrir leik liðsins gegn Belenenses gegn Benfica um helgina en forseti félagsins neyddi liðið til að spila við Benfica þrátt fyrir smitin.

Belenenses gat aðeins stillt fram níu leikmönnum gegn Benfica og þar af voru tveir markverðir í byrjunarliðinu. Byrjunarliðið voru blanda af unglinga- og varaliðinu og nokkrir úr aðalliðinu.

Staðan var 7-0 í hálfleik fyrir Benfica og var leikurinn flautaður af þar sem aðeins sjö leikmenn snéru til baka í síðari hálfleikinn en Belenenses hefur kallað eftir því að fá að spila leikinn síðar.

Samkvæmt Reuters og NY Times var einn af leikmönnunum nýkominn frá Suður-Afríku og smitaðist þar af Omicron-afbrigði Covid-19 veirunnar. Í kjölfarið smituðust tólf aðrir hjá portúgalska félaginu.

Omicron-afbrigðið á uppruna sinn að rekja til Suður-Afríku og var fyrsta smit greint í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner