Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. nóvember 2022 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá sem hljóp inn á völlinn er laus úr haldi
Mynd: Getty Images
Maðurinn sem hljóp inn á völlinn í leik Portúgal og Úrúgvæ á HM í gær er laus úr haldi.

Rétt áður en fyrsta mark leiksins kom þá ruddist áhorfandi inn á völlinn með regnbogafána í hendinni. Samkynhneigð er bönnuð í Katar og voru margir sem bjuggust við því að þessi maður yrði í slæmum málum.

Á bolnum hans var hann líka með skilaboð til stuðnings Úkraínu og kvenfólks í Íran.

Maðurinn, sem heitir Mario Ferri og er frá Ítalíu, er núna laus úr haldi og fær aðeins þá refsingu að mega ekki mæta á fleiri leiki á þessu móti.

„Ég vildi senda mikilvæg skilaboð," segir Ferri en mikið hefur verið fjallað um mannréttindabrot í Katar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner