Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 29. nóvember 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan segir FH eiga meira inni - „Myndi ekki segja að ég hafi verið góður"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Kjartan Kári Halldórsson gekk til liðs við FH í gær frá Haugesund en hann var á láni hjá Hafnarfjarðarliðinu á síðustu leiktíð.


Kjartan lék 21 leik fyrir liðið í Bestu deildinni og skoraði eitt mark en hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum í Mjólkurbikarnum. Fótbolti.net ræddi við hann í gær.

„Þetta var mjög flott tímabil. Við stóðum okkur mjög vel, við vorum mjög flottir í flestum leikjum en það komu leikir inn á milli sem voru rothögg. Við stóðum okkur vel og þetta var frábært tímabil en við eigum meira inni ég veit það," sagði Kjartan Kári.

Hann segist eiga meira inni fyrir næsta tímabil.

„Allt í lagi, ég myndi ekki segja að ég hafi verið góður. Ég veit að ég get gert miklu betur. Þetta var fyrsta tímabilið mitt í efstu deild, myndi ekki segja að ég hafi staðið mig vel, bara ágætlega," sagði Kjartan Kári.

„Um mitt tímabil var ég byrjaður að fúnkera, kunna inn á liðið og leikmenn, þá átti ég flottan kafla."

Eftir það lenti hann í slæmum meiðslum á Kópavogsvelli sem hann ræddi einnig um í samtali við Fótbolta.net.


Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Athugasemdir
banner