Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Steini: Við erum að nálgast þessi lið í spilamennsku
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var heilt yfir sáttur með frammistöðuna í markalausa jafnteflinu gegn Kanada í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Kanada

Íslenska liðið gerði mjög vel á móti sterku landsliði Kanada. Liðið varðist vel og skapaði sér fínustu færi en tókst ekki að landa sigrinum.

„Já algerlega. Mér fannst þetta fín frammistaða. Varnarlega vorum við þétt og sterk. Við fengum besta færið í þessum leik og hefðum átt að skora, en mjög sáttur við varnarleikinn, ró á boltann aftast, vorum fín þar. Við þurfum að vinna betur í hvernig við notum boltann á síðasta þriðjungnum. Heilt yfir góð frammistaða,“ sagði Þorsteinn eftir leikinn.

Kanada skapaði sér ekki opið færi fyrr en í seinni hluta síðari hálfleiks. Var það ekki mjög gott?

„Mjög gott. Heilt yfir héldum við þeim frá markinu og þær voru að koma með einhverjar fyrirgjafir sem við gátum alveg varist vel. Varnarleikurinn þéttur og góður. Náðum að halda í boltann, stjórna tempó-inu líka, svona á köflum og gerðum það vel. Við náðum að tengja og koma honum milli lína. Það eru smá lagfæringar sem við þurfum að gera en heilt yfir mjög sáttur.“

Hvað takið þið með ykkur úr leiknum í kvöld?

„Bara gæðaframmistaða heilt yfir. Kraftur í liðinu, mikil barátta og frammistaðan var góð. Við gerðum þetta heilt yfir að góðum leik í dag.“

Þorsteinn telur að liðið sé á réttri leið og telur það jafnvel vera að nálgast sterkustu þjóðir heims.

„Ég held að það sé engin spurning að liðið sé að bæta sig og verða betra. Við erum að hafa stjórn á leiknum á köflum. Það er ekkert þannig að við séum í einhverjum eltingarleik heldur erum við að stjórna leikjum á köflum, stýra hraðanum og gera hlutina vel. Við erum að nálgast þessi lið að mörgu leyti í spilamennsku,“ sagði hann í lokin.

Ísland mætir sterku liði Danmerkur á mánudag en leikurinn fer einnig fram á Pinatar-vellinum í Murcia.
Athugasemdir
banner
banner
banner