Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 12:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búast við því að Caicedo mæti aftur á miðvikudag
Mynd: EPA
Brighton býst við því að Moises Caicedo mæti aftur til æfinga á miðvikudag. Ekvadorinn vill fara frá félaginu og hefur Arsenal mikin áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á miðjumanninum.

Caicedo skrópaði á æfingu um helgina og var ekki í leikmannahópnum í sigri Brighton gegn Liverpool í enska bikarnum í gær. Frí er á æfingu í dag eftir leikinn í gær.

Brighton hefur hafnað tveimur risatilboðum í leikmanninn, seinna tilboðið hljóðaði upp á 70 milljónir punda.

Roberto Di Zerbi, stjóri Brighton, mun svo meta það á miðvikudag hvort Caicedo geti spilað gegn Bournemouth á laugardag.

Ákveði Arsenal hins vegar að fara alla leið meða áhuga sinn er ljóst að Caicedo mun skáka Nicolas Pepe sem dýrasta leikmanni í sögu Arsenal. Pepe kostaði 72 milljónir punda þegar Arsenal keypti hann frá Lille sumarið 2019.

Sjá einnig:
Brighton bannar Caicedo að mæta á æfingar næstu daga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner