Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. janúar 2023 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
Monteiro búinn í læknisskoðun hjá Leeds
Monteiro fyllir í skarð Llorente sem heldur í ítalska boltann.
Monteiro fyllir í skarð Llorente sem heldur í ítalska boltann.
Mynd: EPA

Portúgalski miðvörðurinn Diogo Monteiro er búinn að standast læknisskoðun hjá Leeds United.


Monteiro, sem er nýbúinn að eiga 18 ára afmæli, er fenginn til að fylla í skarð Diego Llorente sem er á leið til Roma.

Hann kemur úr röðum Servette í Sviss þar sem hann á þó aðeins sjö leiki að baki fyrir meistaraflokk. Leeds hefur verið að fylgjast með honum í yngri flokkunum og með yngri landsliðum Portúgals.

Monteiro er lykilmaður í yngri landsliðunum og á 31 leik að baki fyrir U15, U16 og U17 liðin.

Hann er ekki eini leikmaðurinn sem er að ganga í raðir Leeds um þessar mundir því Weston McKennie er einnig á svæðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner