Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að tilboð PSG hafi verið móðgandi
Rayan Cherki.
Rayan Cherki.
Mynd: Getty Images
Jean-Michel Aulas, forseti franska úrvalsdeildarfélagsins Lyon, hefur látið Paris Saint-Germain heyra það.

PSG er að eltast við Ryan Cherki, leikmann Lyon, og lagði fram tilboð í hann á dögunum.

Tilboðið hljóðaði upp á 20 milljónir evra að auki bónusa en Lyon hafnaði því um leið. Aulas segir að tilboðið sem PSG hafi lagt fram sé móðgandi.

„Ég ræddi lengi við Nasser (al-Khelaifi, forseta PSG) á laugardagskvöld og hann sagði mér að PSG myndi ekki gera nýtt tilboð. Ég þakka honum fyrir hrein og bein samskipti en tilboðið sem við fengum var móðgandi," sagði Aulas við RMC Sport.

Cherki, sem er 19 ára gamall, hefur verið á mála hjá Lyon frá árinu 2010. Hann þykir mjög spennandi leikmaður en PSG þarf að bjóða mun betur til að fá leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner