Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. mars 2020 21:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
762 milljónir punda í húfi - Byrjað í maí og endað í júlí?
Mynd: Getty Images
Í grein Daily Mail nú fyrir skömmu segir frá áætlun úrvalsdeildarinnar til að hefja leik snemma í maí.
Samkvæmt þeirri áætlun vill deildin að mótið klárist fyrir 12. júlí. Miklir peningar eru í húfi og leikið verður fyrir luktum dyrum.

Úrvalsdeildin vinnur að áætlun til að hefja leik að nýju fyrstu helgina í maí og stefnan sett á að sunnudagurinn 12. júlí yrði síðasti leikdagur.

Fundur verður haldin á föstudag með fulltrúum allra 20 félaganna ásamt fulltrúa frá heilbrigðisyfirvöldum og leikmannasamtökunum. Hugmyndin hér að ofan er sú sem er talin líkleg að verði unnið með en hún takmarkar fjárhagslegan skaða félagana.

Sjónvarpssamningur úrvalsdeildarinnar er upp á þrjá milljarða punda og rennur hann út 31. júlí og í kjölfarið fer af stað samningur fyrir næsta tímabil. Daily Mail segir frá því að ef mótið er ekki klárað fyrir 16. júlí munu rétthafar erlendis frá, ásamt Sky Sports og BT Sports á Englandi, biðja um endurgreiðslu sem hljóðar upp á 762 milljónir punda.

Eins og staðan er í dag er óljóst hvort þessi áætlun sé raunhæf þar sem Jenny Harries, yfirlæknir á Englandi, sagði í gær að mögulega verði einhvers konar samkomubann í gildi í sex mánuði.

Grein Daily Mail um þetta mál má lesa hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner