banner
   mán 30. mars 2020 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rio: Sancho verður að koma og fara í 'Sjöuna'
Á Sancho að fara í United og taka treyju númer sjö?
Á Sancho að fara í United og taka treyju númer sjö?
Mynd: Getty Images
Antonio Valencia, Angel Di Maria og Memphis Depay voru ekki frábærir í sjöunni og Sanchez hefur alls ekki blómstrað.
Antonio Valencia, Angel Di Maria og Memphis Depay voru ekki frábærir í sjöunni og Sanchez hefur alls ekki blómstrað.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, trúir því að Jadon Sancho eigi að færa sig til Manchester United og þar eigi hann að taka treyju númer 7.

Rio segir að Sancho eigi að taka Sjöuna og vera í henni næstu tíu ár. Sancho er sagður efsti maður á blaði hjá United og segja fréttir frá Þýskalandi að Sancho sé búinn að ákveða að yfirgefa Dortmund.

'Sjöan' er laus hjá United eftir að Alexis Sanchez hélt til Inter Milan. Ferdinand telur að Sancho þurfi að klæðast þessari sögufræga treyjunúmeri ef hann kemur á Old Trafford.

„Hann er einn af bestu ungu leikmönnum heims þessa stundina. Hann hefur spilað ótrúlega vel og hann getur orðið rosalegur," sagði Rio á Instagram.

„Ég vil ekki sjá það sama gerast hjá Sancho og hjá Ousmane Dembele sem fór til Barcelona. Ég vil sjá hann fara í lið og bæta sig þar. Hann verður dýr en ég held United sé rétti staðurinn fyrir hann, ég er samt auðvitað hlutdrægur."

„Sancho mun kosta meira en 100milljónir punda en hann er þess virði því hann getur verið frábær í 10 ár. Hann verður að taka sjöuna. Ef hann tekur þá treyju þá verður hann að vera hjá félaginu í tíu ár í það minnsta."

Eftir brotthvarf Cristiano Ronaldo frá United hefur hvílt ákveðin bölvun á treyju númer Sjö. Alexis Sanchez var síðast í henni, Memphis Depay þar á undan, Angel Di Maria, Antonio Valencia og Michael Owen. Á undan Ronaldo voru það þeir David Beckham og Eric Cantona sem voru í Sjöunni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner