Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. mars 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Stöð 2 Sport 
Vill að ríkið greiði 75% á móti félögunum
Mynd: Fótbolti.net
Páll Kristjánsson, formaður KR, var til tals í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport í dag. Páll var spurður út í launamál leikmanna og þjálfara.

Páll vill sjá ríkið grípa inn í og koma til móts við félögin. „Það eru fleiri félög en við að standa í erfiðleikum. Við erum að taka aðeins til hjá okkur," sagði Páll.

„Ríkisstjórnin og hið opinbera hefur kynnt ákveðin úrræði fyrir vinnuveitendur og fyrirtæki á vinnumarkaði. Hvetur þá til að halda þeim í vinnu í stað þess að segja þeim upp."

„Í íþróttum er ekki hægt að lækka starfshlutfall niður í 25%. Við erum atvinnurekendur og það er mín skoðun að íþróttafélög falli undir sömu úrræði - að ríkið greiði 75% á móti vinnuveitendum."

„Umræðan verður alltaf einhverskonar jarðsprengjusvæði þegar talað er um laun karlmanna í íþróttum."


Páll kemur einnig inn á að félög séu með marga þjálfara á launaskrá. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu nánar við Pál eins og má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner