Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Davíð Snorri: Þetta snýst um að klára þennan glugga 100%
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak verður ekki með á morgun
Ísak verður ekki með á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun. Íslenska U21 árs landsliðið undirbýr sig fyrir lokaleikinn á Evrópumótinu og er andstæðingurinn sterkt lið Frakka.

Bæði lið þurfa á sigri að halda á morgun ætli liðin sér áfram. Davíð svaraði spurningum fréttamanna og má sjá hans svör hér að neðan. Þá má sjá viðtal við Davíð sem tekið var í gær hér neðst í fréttinni.

Önnur svör Davíðs:
Ekki ljóst hver tekur við fyrirliðabandinu af Jóni Degi

Finnst þér það vera röng skilaboð á þennan hóp að fjórir lykilleikmenn séu kallaðir í A-landsliðið á meðan enn er séns fyrir þetta lið að fara áfram?

„Við vissum það fyrir mót að þetta væri staða sem gæti komið
upp. Skilaboðin eru því ekki óvænt, þetta er staða sem við þurfum að aðlagast. Við hugsum um að það sé leikur á morgun og hér eru leikmenn klárir til að spila.“


Hver er lykillinn að því að ná góðum úrslitum á morgun?

„Ég veit ekki hversu mikið franska pressan ætlar að pikka upp frá okkur en lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik, vera með Frakkana fyrir framan okkur, neita þeim um svæðin úti á köntunum, þegar kantmennirnir koma inna og að sama skapi að reyna fá augnablik þar sem Frakkarnir þurfa að hugsa hraðar."

„Við viljum hafa þá fyrir framan okkur, viljum ekki tapa einn á móti einum og viljum stjórna því í hvaða svæði boltinn fer. Við þurfum að halda 100% einbeitingu, erum að fara spila á móti mjög góðu liði og mjög góðum einstaklingum.“


Kom til tals að kalla inn leikmann fyrir Ísak Óla?

„Nei, það kom ekki til tals. Við getum ekki kallað inn leikmann á þessum tímapunkti, einungis ef menn eru meiddir fyrir fyrsta leik í mótinu.“

Líturu á þennan leik sem fyrsta leik hjá næsta liði, sem mun spila í næstu undankeppni?

„Fyrsta skrefið og ekki fyrsta skrefið. Við erum ennþá í möguleika, það má ekki gleyma því. Við þurfum að nýta allt sem við getum úr þessum leik og næsta lið er bara næsta lið. Við erum lið núna á stórmóti sem við erum stoltir af og hefur staðið sig að mörgu leyti mjög vel."

„Þannig við ætlum að nýta allt sem við getum í þessum leik. Við erum ekkert endilega að undirbúa næsta lið en aftur á móti hafa verið breytingar á hópnum. Þetta snýst um að klára þennan glugga 100%,“
sagði Davíð.
„Ekki fyrsta liðið í Íslandssögunni með einhver skyldmenni innan liðsins"
Athugasemdir
banner