Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. mars 2021 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Diego fékk langþráð tækifæri með Oviedo
Diego Johannesson í baráttunni með Oviedo
Diego Johannesson í baráttunni með Oviedo
Mynd: Getty Images
Diego Jóhannesson, hægri bakvörður Real Oviedo á Spáni, fékk langþráð tækfæri með liðinu er það gerði 1-1 jafntefli við Alcorcon í spænsku B-deildinni í kvöld.

Diego er 27 ára gamall og uppalinn að mestu á Spáni en faðir hans er íslenskur.

Hann á að baki þrjá landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur þó ekki verið að fá tækifærin með Oviedo.

Diego fékk þó loksins tækifæri í kvöld er hann spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Alcorcon. Þetta var þriðji leikurinn hans í B-deildinni á tímabilinu en síðasti leikur hans var gegn Leganes í lok október.

Hann hefur þá spilað tvo leiki í spænska bikarnum en Oviedo er í 14. sæti með 39 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner