Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 30. mars 2023 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan mánaðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að kveða upp úrskurð í máli Morten Beck gegn FH. Danski leikmaðurinn taldi sig eiga inni greiðslur frá FH. Báðar tölurnar, 14 og 24, hafa verið nefndar og í kjölfarið milljónir íslenskra króna - há upphæð sem Morten telur FH skulda sér og er úrskurðurinn honum í vil.

Í úrskurðarorðum segir eftirfarandi: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp."

FH hefur því mánuð til að ganga frá uppgjöri við Morten, annars fer félagið í félegaskiptabann.

FH hefur þrjá daga til að áfrýja þessum úrskurði til áfrýjunardómstóls KSÍ.

Sumarið 2019 skoraði Morten Beck átta mörk í átta leikjum fyrir FH en náði alls ekki að standa undir væntingum eftir það, tímabilin 2020 og 2021. Hann lék með Skive í heimalandinu eftir að hann yfirgaf íslenska boltann en er nú félagslaus.

Sjá einnig:
„Gríðarlegt áfall fyrir FH að þetta mál sé komið upp á yfirborðið"
Morten Beck: Mér finnst þetta algjör synd
Morten Beck dregur FH fyrir dómstóla
Athugasemdir
banner
banner
banner