Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. mars 2023 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Frankfurt ætlar ekki að selja Kolo Muani
Mynd: EPA

Evrópudeildarmeistarar Eintracht Frankfurt hafa engan áhuga á að selja franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani þrátt fyrir mikinn áhuga utan landsteinanna.


Markus Krösche, yfirmaður fótboltamála hjá Frankfurt, segir að Kolo Muani verði ekki seldur nema eitthvað stjarnfræðilegt tilboð berist í hann.

Kolo Muani er 24 ára gamall og á rúmlega fjögur ár eftir af samningnum við Frankfurt, eftir að hafa gengið í raðir félagsins á frjálsri sölu frá Nantes í fyrra.

„Við viljum ekki selja Kolo Muani á þessum tímapunkti. Það er ástæða fyrir því að allir vilja fá hann í sitt lið. Annað tímabil með okkur væri gott fyrir Randal og hans þróun," sagði Krösche.

Kolo Muani er kominn með 16 mörk og 14 stoðsendingar í 35 leikjum á tímabilinu. Manchester United og FC Bayern eru á meðal áhugasamra félaga.


Athugasemdir
banner
banner