Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 30. mars 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Markmiðin skýr hjá Víkingum - „Ekki bara markmið heldur krafa"
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Víkingur var í 3. sæti í Bestu deildinni síðasta sumar og varð bikarmeistari. Arnar Gunnlaugsson sagði í viðtali við Fótbolta.net á dögunum að markmiðið væri að vinna báða titlana í ár.


„Reyna vinna bikarinn, Íslandsmeistaratitilinn og standa sig vel í Evrópu. Það er ekki bara markmið heldur krafa, Víkingssamfélagið er orðið gráðugt núna og það er bara gaman af því. Það er krafa um að gera atlögu að öllum titlum," sagði Arnar.

Breiðablik tók við Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Víkingi á Kópavogsvelli síðasta sumar en fyrir leikinn var Víkingur þáverandi Íslandsmeistari.

Arnar var í viðtali í upphitunarþætti Innkastsins í gær. Hann var þá spurður út í auglýsinguna sem var sýnd á kynningarfundinum á dögunum. Þar sást hann sýna leikmönnum Víkings myndband af Blikum taka við titlinum síðasta sumar.

„Við erum ekkert að sýna klippur af Blikum eða okkar andstæðingum á hverjum degi. Þetta var holl lexía á Kópavogsvelli í fyrra að sjá annað lið taka á móti titli, þetta er meira svona: Viljum við upplifa þetta aftur?" Sagði Arnar.

„Sem betur fer unnum við bikarinn en Íslandsmeistaratitillinn er 'the holy grail', sú keppni sem allir stefna á að vinna."


Víkingur með tvo til þrjá miðverði í sigtinu
Upphitun Innkastsins - Arnar Gunnlaugsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner