Liverpool að blanda sér í baráttuna um Gyökeres - Chelsea nálgast kaup á Gittens - Newcastle vill styrkja sig
Kenneth Hogg: Finnst í ár við vera miklu heilsteyptara lið
Haraldur Freyr: Þurfum bara að gjörusvovel að fara gyrða okkur í brók
Gunnar Heiðar: Litli bróðir er ekki svo lítill lengur
Samkomulag gert áður en íslenski hópurinn kom saman
„Draumaaðstaða fyrir fótboltasamband að hafa"
Margt búið að gerast á átta árum - „Alls ekki sjálfsagt að vera í landsliðinu"
Sá á Instagram að hún væri í hópnum - Með mynd upp á vegg heillengi
Fékk ríkisborgararétt 2019 og fer nú með Íslandi á EM - „Ótrúleg tilfinning"
2. deildin komið Rúnari á óvart - „Gaman að kynnast landinu“
Hörður Snævar: Helvíti fúlt að menn nenntu ekki að leggja sig fram
Andri Þór þreyttur eftir framlengingu: Ekki það sem við þurftum fyrir langt ferðalag til Akureyrar
Sjáðu draumamark Sigurðar Péturs á Grenivík - „Klárlega besta markið á ferlinum"
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
   sun 30. mars 2025 19:27
Haraldur Örn Haraldsson
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Mynd: Breiðablik

Breiðablik vann KA 3-1 í dag og eru þar af leiðandi meistarar meistaranna. Valgeir Valgeirsson leikmaður Breiðabliks spilaði allan leikinn í dag í skelfilegu veðri.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Ég er mjög ánægður, geggjað að geta unnið þennan leik, fyrir fyrsta leik í deildinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að geta unnið og sýnt fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni. Við erum mjög tilbúnir í þetta, og tilbúnir í fyrsta leik."

Það var grenjandi rigning, rok, þrumur og eldingar á köflum í leiknum. Krefjandi aðstæður en Valgeiri fannst þetta bæði erfitt og gott.

„Það var gott veður í fyrri hálfleik sérstaklega en svo í seinni hálfleik kom aðeins slæmt veður og við fengum mótvindinn á okkur sem var smá krefjandi. Við þurfum bara að vera sterkari þegar þessi kafli kemur. Þetta getur alveg gerst aftur einhvertíman í deildinni í sumar. Þannig við þurfum bara að vera tilbúnir þegar þetta kemur fyrir aftur og gera betur."

Valgeir kemur nýr inn í liðið ásamt nokkrum öðrum. Breiðablik varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili en Valgeir er staðráðinn í því að endurtaka leikinn með þeim svo hann fái að upplifa það líka.

„Við erum allir tilbúnir í að taka þennan titil aftur. Ég, Óli, Anton Logi og Ágúst erum bara ógeðslega tilbúnir í þetta tímabil, og erum bara tilbúnir að taka þennan titil aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir