Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 30. mars 2025 19:27
Haraldur Örn Haraldsson
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Mynd: Breiðablik

Breiðablik vann KA 3-1 í dag og eru þar af leiðandi meistarar meistaranna. Valgeir Valgeirsson leikmaður Breiðabliks spilaði allan leikinn í dag í skelfilegu veðri.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Ég er mjög ánægður, geggjað að geta unnið þennan leik, fyrir fyrsta leik í deildinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að geta unnið og sýnt fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni. Við erum mjög tilbúnir í þetta, og tilbúnir í fyrsta leik."

Það var grenjandi rigning, rok, þrumur og eldingar á köflum í leiknum. Krefjandi aðstæður en Valgeiri fannst þetta bæði erfitt og gott.

„Það var gott veður í fyrri hálfleik sérstaklega en svo í seinni hálfleik kom aðeins slæmt veður og við fengum mótvindinn á okkur sem var smá krefjandi. Við þurfum bara að vera sterkari þegar þessi kafli kemur. Þetta getur alveg gerst aftur einhvertíman í deildinni í sumar. Þannig við þurfum bara að vera tilbúnir þegar þetta kemur fyrir aftur og gera betur."

Valgeir kemur nýr inn í liðið ásamt nokkrum öðrum. Breiðablik varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili en Valgeir er staðráðinn í því að endurtaka leikinn með þeim svo hann fái að upplifa það líka.

„Við erum allir tilbúnir í að taka þennan titil aftur. Ég, Óli, Anton Logi og Ágúst erum bara ógeðslega tilbúnir í þetta tímabil, og erum bara tilbúnir að taka þennan titil aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner