Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
   sun 30. mars 2025 19:27
Haraldur Örn Haraldsson
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Mynd: Breiðablik

Breiðablik vann KA 3-1 í dag og eru þar af leiðandi meistarar meistaranna. Valgeir Valgeirsson leikmaður Breiðabliks spilaði allan leikinn í dag í skelfilegu veðri.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Ég er mjög ánægður, geggjað að geta unnið þennan leik, fyrir fyrsta leik í deildinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að geta unnið og sýnt fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni. Við erum mjög tilbúnir í þetta, og tilbúnir í fyrsta leik."

Það var grenjandi rigning, rok, þrumur og eldingar á köflum í leiknum. Krefjandi aðstæður en Valgeiri fannst þetta bæði erfitt og gott.

„Það var gott veður í fyrri hálfleik sérstaklega en svo í seinni hálfleik kom aðeins slæmt veður og við fengum mótvindinn á okkur sem var smá krefjandi. Við þurfum bara að vera sterkari þegar þessi kafli kemur. Þetta getur alveg gerst aftur einhvertíman í deildinni í sumar. Þannig við þurfum bara að vera tilbúnir þegar þetta kemur fyrir aftur og gera betur."

Valgeir kemur nýr inn í liðið ásamt nokkrum öðrum. Breiðablik varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili en Valgeir er staðráðinn í því að endurtaka leikinn með þeim svo hann fái að upplifa það líka.

„Við erum allir tilbúnir í að taka þennan titil aftur. Ég, Óli, Anton Logi og Ágúst erum bara ógeðslega tilbúnir í þetta tímabil, og erum bara tilbúnir að taka þennan titil aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir