Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 30. apríl 2021 18:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Kristianstad vann en Sveindís meiddist
Kvenaboltinn
Í leik með Breiðabliki í fyrra
Í leik með Breiðabliki í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristianstad vann í dag 0-1 útisigur á Växjö í sænsku Damallsvenskan.

Eina mark leiksins skoraði Anna Welin á 12. mínútu eftir undirbúning Miu Carlsson.

Eftir fjörutíu mínútna leik var Sveindís Jane Jónsdóttir borin af velli vegna meiðsla.

Sveindís festi annan fótinn í gervigrasinu sem er á heimavelli Växjö og gæti verið frá í lengri tíma.

Kristianstad er með sjö stig efir þrjá leiki og verður í versta falli í þriðja sæti eftir umferðina.

Sif Atladóttir kom inn á sem varamaður á 78. mínútu í liði Kristianstad. Andrea Mist Pálsdóttir var ónotaður varamaður hjá Växjö.
Athugasemdir
banner