Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   lau 30. maí 2015 19:07
Ingunn Hallgrímsdóttir
Siggi Jóns: Farid er að æfa þrisvar á dag
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Þetta var mjög flottur leikur af okkar hálfu," sagði Sigurður Jónsson þjálfari Kára eftir 4-2 sigur á Völsungi í 3. deildinni í dag.

Kári er með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar í 3. deildinni en Sigurður býst við hörkukeppni í sumar.

„Þetta verður nokkuð jafnt. Þetta er strembin deild. Markmiðið hjá okkur er að vera í efri hlutanum og vera í topp fjórum. Við erum komnir með sjö stig sem nýliðar í deildinni en við vitum að þetta verður strembið. Þetta er rétt að byrja."

Athygli vakti undir lok félagaskiptagluggans þegar Kári fékk miðjumanninn Farid Zato í sínar raðir frá KR. Farid er að jafna sig eftir erfið meiðsli en hann er allur að koma til.

„Hann er að koma til eftir meiðsli. Við erum að vinna vel saman og það er gaman að fá hann hingað. Hann er að æfa þrisvar á dag og við tökum einn dag í einu og sjáum hvað setur. Hann lítur ágætlega út."

Sigurður er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Kára en hann tók við liðinu í fyrra. Þá komst Kári upp úr 4. deildinni.

„Þegar ég tók við þá var þetta svolítið bras. Strákarnir hafa verið duglegir að æfa í vetur og við erum hægt og bítandi að batna og fá meiri metnað í klúbbinn."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir