Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   mið 30. maí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Ágúst Gylfason: Menn svöruðu kallinu hér í dag
Gústi Púst er kominn með Blikana í 8 liða úrslit
Gústi Púst er kominn með Blikana í 8 liða úrslit
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik vann KR 1-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var ánægður með spilamennsku síns liðs eftir að hafa tapað síðasta leik gegn Val.

„Mér fannst við mjög ákafir í leiknum og spiluðum frábæran fótbolta og við svöruðum fyrir tapið gegn Val um daginn. Þetta var bara mikil skemmtun held ég."

Blikar stilttu upp 3 manna hafsentalínu í dag og Gústi sagði að þeir hefðu svarað kallinu vel.

Þeir svöruðu þessu kalli vel og mér fannst KR eiga erfitt með að ráða við það og við spiluðum frábærlega vel og nátturulega lykilatriði í þessu er að komast áfram sem við gerðum."

HInn ungi Kolbeinn Þórðarson og Eyjapeyjinn Arnór Gauti Ragnarsson byrjuðu inná í dag og Gústi var virkilega ánægður með þeirra leik í dag.

„Kolli var mjög öflugur í dag, góður á boltann og framtíðarleikmaður klárlega. Arnór Gauti gaf varnarmönnunum engan tíma til að hugsa og gerði það mjög vel."

Jonathan Hendrickx hneig niður á vellinum og fór með sjúkrabíl en hann var með fullri meðvitund og labbaði sjálfur út í bíl.

„Ég heyrði það í hátalarakerfinu að honum liði vel eftir atvikum og við fylgjumst bara vel með gangi mála."
Athugasemdir
banner
banner
banner