Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   fim 30. maí 2019 22:08
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Erum í þessu til að vinna öll mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason var gríðarlega sáttur með sigur gegn HK í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld. Breiðablik verður þar með í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 HK

„Já það var frábært að komast áfram í bikar, 8-liða úrslit.'' Sagði Gústi aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir leik.

„Kópavogsslagur af bestu gerð og við náðum að svara fyrir jafnteflið og lélega spilamennsku í Kórnum um daginn, þannig það var kærkomið að sigra hér og komast áfram.'' Hélt Gústi áfram.

Gústi talaði einnig um það sem er um að vera fyrir Blikana þegar fréttaritari ræddi við hann um breiddina og gæðin í leikmannahópnum.

„Við erum áfram í bikar, við erum í ágætis stöðu í deildinni og svo er evrópukeppni líka þannig það er nóg um að vera fyrir okkur í Breiðablik og gott að vera með stóran hóp.''

Geta Blikar orðið Íslandsmeistarar?

„Já við erum ekki í þessu nema til að vinna öll mót, evrópukeppni, íslandsmót og bikar, það væri draumur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en Gústi talar meðal annars um leikmennina sem koma inn í liðið, hvað lið verða í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn og framhaldið í bikarnum.
Athugasemdir
banner