Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   fim 30. maí 2019 22:08
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Erum í þessu til að vinna öll mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason var gríðarlega sáttur með sigur gegn HK í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld. Breiðablik verður þar með í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 HK

„Já það var frábært að komast áfram í bikar, 8-liða úrslit.'' Sagði Gústi aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir leik.

„Kópavogsslagur af bestu gerð og við náðum að svara fyrir jafnteflið og lélega spilamennsku í Kórnum um daginn, þannig það var kærkomið að sigra hér og komast áfram.'' Hélt Gústi áfram.

Gústi talaði einnig um það sem er um að vera fyrir Blikana þegar fréttaritari ræddi við hann um breiddina og gæðin í leikmannahópnum.

„Við erum áfram í bikar, við erum í ágætis stöðu í deildinni og svo er evrópukeppni líka þannig það er nóg um að vera fyrir okkur í Breiðablik og gott að vera með stóran hóp.''

Geta Blikar orðið Íslandsmeistarar?

„Já við erum ekki í þessu nema til að vinna öll mót, evrópukeppni, íslandsmót og bikar, það væri draumur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en Gústi talar meðal annars um leikmennina sem koma inn í liðið, hvað lið verða í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn og framhaldið í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner