Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
   fim 30. maí 2019 22:08
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Erum í þessu til að vinna öll mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason var gríðarlega sáttur með sigur gegn HK í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld. Breiðablik verður þar með í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 HK

„Já það var frábært að komast áfram í bikar, 8-liða úrslit.'' Sagði Gústi aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir leik.

„Kópavogsslagur af bestu gerð og við náðum að svara fyrir jafnteflið og lélega spilamennsku í Kórnum um daginn, þannig það var kærkomið að sigra hér og komast áfram.'' Hélt Gústi áfram.

Gústi talaði einnig um það sem er um að vera fyrir Blikana þegar fréttaritari ræddi við hann um breiddina og gæðin í leikmannahópnum.

„Við erum áfram í bikar, við erum í ágætis stöðu í deildinni og svo er evrópukeppni líka þannig það er nóg um að vera fyrir okkur í Breiðablik og gott að vera með stóran hóp.''

Geta Blikar orðið Íslandsmeistarar?

„Já við erum ekki í þessu nema til að vinna öll mót, evrópukeppni, íslandsmót og bikar, það væri draumur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en Gústi talar meðal annars um leikmennina sem koma inn í liðið, hvað lið verða í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn og framhaldið í bikarnum.
Athugasemdir
banner