Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   lau 30. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland ekki í hópi - Dahoud og Serdar frá út tímabilið
Norski táningurinn Erling Braut Haaland verður ekki í leikmannahópi Borussia Dortmund sem heimsækir Samúel Kára Friðjónsson og félaga til Paderborn á morgun.

Haaland meiddist á hné í 0-1 tapi gegn FC Bayern í miðri viku og er Lucien Favre, þjálfari Dortmund, búinn að staðfesta fregnirnar.

Haaland haltraði útaf á 72. mínútu og stundarfjórðungi síðar fór Mahmoud Dahoud meiddur af velli.

Favre segir meiðsli Haaland ekki vera alvarleg en miðjumaðurinn Dahoud verður hins vegar frá út tímabilið.

Suat Serdar, landsilðsmaður Þýskalands og miðjumaður Schalke, verður einnig frá út tímabilið eftir að hafa meiðst í vandræðalegu tapi gegn Augsburg um síðustu helgi. Serdar hefur verið besti maður Schalke á tímabilinu.
Athugasemdir
banner