Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
N'Golo Kante æfir áfram einn
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante hefur verið að æfa einn síns liðs frá því að lið máttu æfa aftur í hópum.

Hann vill ekki smitast af kórónuveirunni eftir það sem hann upplifði 2018 þegar bróðir hans fékk hjartaáfall og lést. Sama ár leið yfir Kante á miðri æfingu hjá Chelsea af ástæðulausu. Hann fór í allar mögulegar hjartarannsóknir sem sýndu ekkert athugavert.

Tölfræði frá Bretlandi segir einnig skýrt að fólk sem er dökkt á hörund er tvöfalt líklegra til að látast vegna Covid-19 heldur en hvítt fólk í Englandi og Wales.

Chelsea styður ákvörðun Kante sem er ekki eini úrvalsdeildarleikmaðurinn til að neita að æfa með liðsfélögunum. Troy Deeney, sóknarmaður og fyrirliði Watford, hefur einnig neitað að mæta á æfingar.

Óljóst er hvort Kante muni treysta sér til að spila fótbolta þegar úrvalsdeildartímabilið fer aftur af stað 17. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner