Arthur Melo miðjumaður Juventus er farinn aftur til félagsins eftir misheppnaða dvöl í Liverpool.
Þessi 26 ára gamli brasilíski miðjumaður gekk til liðs við enska félagið á láni í janúar en hann kom aðeins við sögu í einum leik.
Hann hefur átt við mikil meiðsli að stríða á ferlinum og var það að hafa áhrif á hann í Liverpool. Hann skrifaði nokkur orð um tímann sinn á Englandi á Twitter í dag.
„Nú er samningnum mínum lokið hjá Liverpool, ég vil þakka öllum (þjálfurum, leikmönnum og starfsfólki) fyrir þeirra stuðning yfir tímabilið. Ég vil að þið vitið að ég mun vera þakklátur félaginu að eilífu," skrifar Arthur.
„Stuðningsmennirnir eru án efa með þeim mögnuðustu í heimi. Tilfinningarnar í kringum leiki á Anfield eru magnaðar."
Honum og fjölskyldu hans leið vel í Liverpool borg.
„Að lokum vil ég þakka samfélaginu í Liverpool fyrir að taka vel á móti fjölskyldunni minni síðustu mánuði. Ég mun alltaf eiga fallegar minningar frá þeim dögum sem ég bjó hérna. Gangi ykkur vel í framtíðinni."