Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Biðst afsökunar á að hafa kýlt stuðningsmann
Steven Berghuis kýldi stuðningsmann Twente
Steven Berghuis kýldi stuðningsmann Twente
Mynd: Ajax
Steven Berghuis, leikmaður Ajax í Hollandi, hefur beðist afsökunar á að hafa kýlt stuðningsmann Twente um helgina.

Ajax tapaði leiknum 3-1 í lokaumferð deildarinnar en eftir leikinn var Berghuis á leið inn í liðsrútuna er atvikið átti sér stað.

Hollenskir miðlar greina frá því að stuðningsmaðurinn hafi verið með kynþáttafordóma í garð Brian Brobbey, framherja Ajax og því hafi Berghuis brugðist við með því að kýla hann.

Berghuis hefur beðist afsökunar á hegðun sinni.

„Ég sé eftir þessu og hefði ekki átt að gera þetta. Eftir hvern einasta útileik fáum við fullt af hótunum í okkar garð á meðan við notum tímann í að skrifa áritanir fyrir fólk. Ég er orðinn vanur því en fólk heldur að það geti bara sagt hvað sem er. Viðbrögðin mín leysa engan vanda og ég skil það. Þetta er ekki gott því sem leikmaður Ajax á ég að vera fyrirmynd,“ sagði Berghuis.


Athugasemdir
banner
banner