Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segist ekki geta lofað því að David De Gea verði markvörður númer eitt.
De Gea fékk gullhanskann í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili eftir að hafa haldið 17 sinnum hreinu.
Spænski markvörðurinn verður samningslaus í sumar en hann er í viðræðum við félagið um nýjan samning.
Ten Hag er með plön um að fá inn annan markvörð í sumar til að berjast við De Gea en hann getur ekki lofað því að Spánverjinn verði markvörður númer eitt.
„De Gea verður áfram en ég get ekki sagt að hann verði alltaf markvörður númer eitt. Ég segi þetta því í félagi eins og Manchester United verður alltaf að vera samkeppni og þetta á við um allar stöður,“ sagði Ten Hag við Times.
Athugasemdir