Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fim 30. maí 2024 23:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Mjög óverðskuldað stig sem að Víkingar fara með af Kópavogsvelli hér í kvöld." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var mjög taktískur leikur. Mér fannst mínir menn gera hrikalega vel. Mér fannst við vera með algjöra stjórn á þessum leik í 87 mínútur. Rétt hérna í blálokin sem að við missum aðeins stjórnina." 

„Mér fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar. Þeir komust aldrei í stöðurnar sem að þeir vildu komast í og ógnuðu okkur í rauninni ekki neitt. Sama skapi þá hélt ég í smá stund að Pálmi væri að fara bjarga fyrir þá stigi. Hann ver mjög vel bæði frá Aroni hérna undir lok fyrri hálfleiks og svo frá Ísaki." 

„Svo er það auðvitað þannig að þegar lið spila með jafn háa línu og Víkingur og pressa jafn aggresívt fram völlinn að þá þurfa dómararnir að vera með línuna á hreinu. Þú ert að komast í stöðuna einn a móti markmanni þá ertu ekkert að flagga þessu flaggi bara vilt og galið eins og það hafi engar afleiðingar fyrir neinn nema bara fyrir liðið sem missir dauðafærið. Þetta er bara mjög þreytt en mér fannst við komast í nægilega margar stöður til þess að vinna þennan leik." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfar Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
3.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner