Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fim 30. maí 2024 23:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Mjög óverðskuldað stig sem að Víkingar fara með af Kópavogsvelli hér í kvöld." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var mjög taktískur leikur. Mér fannst mínir menn gera hrikalega vel. Mér fannst við vera með algjöra stjórn á þessum leik í 87 mínútur. Rétt hérna í blálokin sem að við missum aðeins stjórnina." 

„Mér fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar. Þeir komust aldrei í stöðurnar sem að þeir vildu komast í og ógnuðu okkur í rauninni ekki neitt. Sama skapi þá hélt ég í smá stund að Pálmi væri að fara bjarga fyrir þá stigi. Hann ver mjög vel bæði frá Aroni hérna undir lok fyrri hálfleiks og svo frá Ísaki." 

„Svo er það auðvitað þannig að þegar lið spila með jafn háa línu og Víkingur og pressa jafn aggresívt fram völlinn að þá þurfa dómararnir að vera með línuna á hreinu. Þú ert að komast í stöðuna einn a móti markmanni þá ertu ekkert að flagga þessu flaggi bara vilt og galið eins og það hafi engar afleiðingar fyrir neinn nema bara fyrir liðið sem missir dauðafærið. Þetta er bara mjög þreytt en mér fannst við komast í nægilega margar stöður til þess að vinna þennan leik." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfar Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir