Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fim 30. maí 2024 23:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Mjög óverðskuldað stig sem að Víkingar fara með af Kópavogsvelli hér í kvöld." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var mjög taktískur leikur. Mér fannst mínir menn gera hrikalega vel. Mér fannst við vera með algjöra stjórn á þessum leik í 87 mínútur. Rétt hérna í blálokin sem að við missum aðeins stjórnina." 

„Mér fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar. Þeir komust aldrei í stöðurnar sem að þeir vildu komast í og ógnuðu okkur í rauninni ekki neitt. Sama skapi þá hélt ég í smá stund að Pálmi væri að fara bjarga fyrir þá stigi. Hann ver mjög vel bæði frá Aroni hérna undir lok fyrri hálfleiks og svo frá Ísaki." 

„Svo er það auðvitað þannig að þegar lið spila með jafn háa línu og Víkingur og pressa jafn aggresívt fram völlinn að þá þurfa dómararnir að vera með línuna á hreinu. Þú ert að komast í stöðuna einn a móti markmanni þá ertu ekkert að flagga þessu flaggi bara vilt og galið eins og það hafi engar afleiðingar fyrir neinn nema bara fyrir liðið sem missir dauðafærið. Þetta er bara mjög þreytt en mér fannst við komast í nægilega margar stöður til þess að vinna þennan leik." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfar Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner