Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fim 30. maí 2024 23:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Mjög óverðskuldað stig sem að Víkingar fara með af Kópavogsvelli hér í kvöld." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var mjög taktískur leikur. Mér fannst mínir menn gera hrikalega vel. Mér fannst við vera með algjöra stjórn á þessum leik í 87 mínútur. Rétt hérna í blálokin sem að við missum aðeins stjórnina." 

„Mér fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar. Þeir komust aldrei í stöðurnar sem að þeir vildu komast í og ógnuðu okkur í rauninni ekki neitt. Sama skapi þá hélt ég í smá stund að Pálmi væri að fara bjarga fyrir þá stigi. Hann ver mjög vel bæði frá Aroni hérna undir lok fyrri hálfleiks og svo frá Ísaki." 

„Svo er það auðvitað þannig að þegar lið spila með jafn háa línu og Víkingur og pressa jafn aggresívt fram völlinn að þá þurfa dómararnir að vera með línuna á hreinu. Þú ert að komast í stöðuna einn a móti markmanni þá ertu ekkert að flagga þessu flaggi bara vilt og galið eins og það hafi engar afleiðingar fyrir neinn nema bara fyrir liðið sem missir dauðafærið. Þetta er bara mjög þreytt en mér fannst við komast í nægilega margar stöður til þess að vinna þennan leik." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfar Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner