Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fim 30. maí 2024 23:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Víkingum í stórleik 14.umferðar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Mjög óverðskuldað stig sem að Víkingar fara með af Kópavogsvelli hér í kvöld." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var mjög taktískur leikur. Mér fannst mínir menn gera hrikalega vel. Mér fannst við vera með algjöra stjórn á þessum leik í 87 mínútur. Rétt hérna í blálokin sem að við missum aðeins stjórnina." 

„Mér fannst allar þeirra aðgerðir þvingaðar. Þeir komust aldrei í stöðurnar sem að þeir vildu komast í og ógnuðu okkur í rauninni ekki neitt. Sama skapi þá hélt ég í smá stund að Pálmi væri að fara bjarga fyrir þá stigi. Hann ver mjög vel bæði frá Aroni hérna undir lok fyrri hálfleiks og svo frá Ísaki." 

„Svo er það auðvitað þannig að þegar lið spila með jafn háa línu og Víkingur og pressa jafn aggresívt fram völlinn að þá þurfa dómararnir að vera með línuna á hreinu. Þú ert að komast í stöðuna einn a móti markmanni þá ertu ekkert að flagga þessu flaggi bara vilt og galið eins og það hafi engar afleiðingar fyrir neinn nema bara fyrir liðið sem missir dauðafærið. Þetta er bara mjög þreytt en mér fannst við komast í nægilega margar stöður til þess að vinna þennan leik." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfar Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir