þri 30. júní 2020 13:53
Elvar Geir Magnússon
Fylkir reynir að fá Gauja Lýðs - Danir í Fjölni?
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á miðnætti í kvöld lokar félagaskiptaglugganum hér á Íslandi. Spennandi verður að sjá hvort einhver stór tíðindi detti inn áður en skellt verður í lás.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Fylkir að reyna að fá Guðjón Pétur Lýðsson frá Breiðabliki. Þessi reyndi miðjumaður á ekki fast sæti í Kópavoginum.

Fylkismenn náðu í sín fyrstu stig í sumar þegar þeir lögðu Gróttu í gær. Árbæingar urðu fyrir áfalli í leiknum þegar Helgi Valur Daníelsson meiddist illa og vonast þeir til þess að geta fengið inn miðjumann í dag.

Hjörvar Hafliðason segir frá því á Twitter að hann hafi heyrt að Víkingar vilji einnig fá Guðjón.

Þá hefur Hjörvar heyrt að Fjölnismenn séu að reyna að landa dönskum leikmönnum. Nýliðarnir úr Grafarvoginum eru með eitt stig að loknum þremur umferðum og hafa reynt að fá inn leikmenn í hópinn.

Uppfært 14:05: Kolbeinn Kristinsson, formaður Fjölnis, staðfestir í samtali við Vísi að Grafarvogsliðið ætli að bæta við hóp sinn í pottinum. „Það eru pulsur í pottinum, eins og einn góður maður sagði við mig," sagði Kolbeinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner