Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
   fös 30. júní 2023 21:49
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Væri gott að fá mann en hann þarf að vera sá rétti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Buducnost fá Svartfjallalandi 5-0 á Kópavogsvelli í kvöld og er þar með komið í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar höfðu mikla yfirburði í kvöld eins og tölurnar gefa til kynna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sitt lið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Buducnost

„Mér fannst þetta öflug frammistaða frá fyrstu mínútu. Við vorum kröftugir. Við vissum að það yrði erfitt fyrir Buducnost að spila tvo leiki með svona stuttu millibili og við þyrftum að láta það telja," segir Óskar.

Óskar viðurkennir að hafa átt von á mótherjum sínum aðeins grimmari og snarpari en var ánægður með orkuna í sínu liði.

Stefán Ingi Sigurðarson spilaði sinn síðasta leik en hann er á leiðinni til Belgíu. Óskar segist ekki vita það hvort hans skarð verði fyllt með því að fá inn nýjan leikmann.

„Það verður að koma í ljós. Við þurfum að sjá hvað er í boði, hvort það passar fyrir okkur og hvort það sé gerlegt fjárhagslega. Það eru margir þættir og fæstir af þeim eru á mínu borði. Ég þarf að einbeita mér að því að þjálfa þetta lið."

„Upp á breiddina væri fínt að fá mann, en ekki mann til að sitja á bekknum og gefa 'high five'. Það þyrfti að vera maður sem skiptir sköpum og gerir eitthvað fyrir okkur, hjálpar okkur í leikjum og er með önnur gæði en þeir sem eru fyrir í dag. Það er erfitt að finna þennan mann, við förum ekki á taugum en erum með augun opin. Það væri gott að fá mann en hann verður að vera réttur og gefa okkur eitthvað."

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner