Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   fös 30. júní 2023 21:49
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Væri gott að fá mann en hann þarf að vera sá rétti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Buducnost fá Svartfjallalandi 5-0 á Kópavogsvelli í kvöld og er þar með komið í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar höfðu mikla yfirburði í kvöld eins og tölurnar gefa til kynna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sitt lið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Buducnost

„Mér fannst þetta öflug frammistaða frá fyrstu mínútu. Við vorum kröftugir. Við vissum að það yrði erfitt fyrir Buducnost að spila tvo leiki með svona stuttu millibili og við þyrftum að láta það telja," segir Óskar.

Óskar viðurkennir að hafa átt von á mótherjum sínum aðeins grimmari og snarpari en var ánægður með orkuna í sínu liði.

Stefán Ingi Sigurðarson spilaði sinn síðasta leik en hann er á leiðinni til Belgíu. Óskar segist ekki vita það hvort hans skarð verði fyllt með því að fá inn nýjan leikmann.

„Það verður að koma í ljós. Við þurfum að sjá hvað er í boði, hvort það passar fyrir okkur og hvort það sé gerlegt fjárhagslega. Það eru margir þættir og fæstir af þeim eru á mínu borði. Ég þarf að einbeita mér að því að þjálfa þetta lið."

„Upp á breiddina væri fínt að fá mann, en ekki mann til að sitja á bekknum og gefa 'high five'. Það þyrfti að vera maður sem skiptir sköpum og gerir eitthvað fyrir okkur, hjálpar okkur í leikjum og er með önnur gæði en þeir sem eru fyrir í dag. Það er erfitt að finna þennan mann, við förum ekki á taugum en erum með augun opin. Það væri gott að fá mann en hann verður að vera réttur og gefa okkur eitthvað."

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar í heild sinni.
Athugasemdir