Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
banner
   fös 30. júní 2023 21:49
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Væri gott að fá mann en hann þarf að vera sá rétti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Buducnost fá Svartfjallalandi 5-0 á Kópavogsvelli í kvöld og er þar með komið í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar höfðu mikla yfirburði í kvöld eins og tölurnar gefa til kynna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sitt lið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Buducnost

„Mér fannst þetta öflug frammistaða frá fyrstu mínútu. Við vorum kröftugir. Við vissum að það yrði erfitt fyrir Buducnost að spila tvo leiki með svona stuttu millibili og við þyrftum að láta það telja," segir Óskar.

Óskar viðurkennir að hafa átt von á mótherjum sínum aðeins grimmari og snarpari en var ánægður með orkuna í sínu liði.

Stefán Ingi Sigurðarson spilaði sinn síðasta leik en hann er á leiðinni til Belgíu. Óskar segist ekki vita það hvort hans skarð verði fyllt með því að fá inn nýjan leikmann.

„Það verður að koma í ljós. Við þurfum að sjá hvað er í boði, hvort það passar fyrir okkur og hvort það sé gerlegt fjárhagslega. Það eru margir þættir og fæstir af þeim eru á mínu borði. Ég þarf að einbeita mér að því að þjálfa þetta lið."

„Upp á breiddina væri fínt að fá mann, en ekki mann til að sitja á bekknum og gefa 'high five'. Það þyrfti að vera maður sem skiptir sköpum og gerir eitthvað fyrir okkur, hjálpar okkur í leikjum og er með önnur gæði en þeir sem eru fyrir í dag. Það er erfitt að finna þennan mann, við förum ekki á taugum en erum með augun opin. Það væri gott að fá mann en hann verður að vera réttur og gefa okkur eitthvað."

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner