Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
banner
   fös 30. júní 2023 21:49
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Væri gott að fá mann en hann þarf að vera sá rétti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Buducnost fá Svartfjallalandi 5-0 á Kópavogsvelli í kvöld og er þar með komið í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar höfðu mikla yfirburði í kvöld eins og tölurnar gefa til kynna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sitt lið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Buducnost

„Mér fannst þetta öflug frammistaða frá fyrstu mínútu. Við vorum kröftugir. Við vissum að það yrði erfitt fyrir Buducnost að spila tvo leiki með svona stuttu millibili og við þyrftum að láta það telja," segir Óskar.

Óskar viðurkennir að hafa átt von á mótherjum sínum aðeins grimmari og snarpari en var ánægður með orkuna í sínu liði.

Stefán Ingi Sigurðarson spilaði sinn síðasta leik en hann er á leiðinni til Belgíu. Óskar segist ekki vita það hvort hans skarð verði fyllt með því að fá inn nýjan leikmann.

„Það verður að koma í ljós. Við þurfum að sjá hvað er í boði, hvort það passar fyrir okkur og hvort það sé gerlegt fjárhagslega. Það eru margir þættir og fæstir af þeim eru á mínu borði. Ég þarf að einbeita mér að því að þjálfa þetta lið."

„Upp á breiddina væri fínt að fá mann, en ekki mann til að sitja á bekknum og gefa 'high five'. Það þyrfti að vera maður sem skiptir sköpum og gerir eitthvað fyrir okkur, hjálpar okkur í leikjum og er með önnur gæði en þeir sem eru fyrir í dag. Það er erfitt að finna þennan mann, við förum ekki á taugum en erum með augun opin. Það væri gott að fá mann en hann verður að vera réttur og gefa okkur eitthvað."

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar í heild sinni.
Athugasemdir
banner