Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   fös 30. júní 2023 21:49
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Væri gott að fá mann en hann þarf að vera sá rétti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Buducnost fá Svartfjallalandi 5-0 á Kópavogsvelli í kvöld og er þar með komið í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar höfðu mikla yfirburði í kvöld eins og tölurnar gefa til kynna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sitt lið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Buducnost

„Mér fannst þetta öflug frammistaða frá fyrstu mínútu. Við vorum kröftugir. Við vissum að það yrði erfitt fyrir Buducnost að spila tvo leiki með svona stuttu millibili og við þyrftum að láta það telja," segir Óskar.

Óskar viðurkennir að hafa átt von á mótherjum sínum aðeins grimmari og snarpari en var ánægður með orkuna í sínu liði.

Stefán Ingi Sigurðarson spilaði sinn síðasta leik en hann er á leiðinni til Belgíu. Óskar segist ekki vita það hvort hans skarð verði fyllt með því að fá inn nýjan leikmann.

„Það verður að koma í ljós. Við þurfum að sjá hvað er í boði, hvort það passar fyrir okkur og hvort það sé gerlegt fjárhagslega. Það eru margir þættir og fæstir af þeim eru á mínu borði. Ég þarf að einbeita mér að því að þjálfa þetta lið."

„Upp á breiddina væri fínt að fá mann, en ekki mann til að sitja á bekknum og gefa 'high five'. Það þyrfti að vera maður sem skiptir sköpum og gerir eitthvað fyrir okkur, hjálpar okkur í leikjum og er með önnur gæði en þeir sem eru fyrir í dag. Það er erfitt að finna þennan mann, við förum ekki á taugum en erum með augun opin. Það væri gott að fá mann en hann verður að vera réttur og gefa okkur eitthvað."

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar í heild sinni.
Athugasemdir
banner