West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
   sun 30. júní 2024 19:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Lengjudeildin
'Eiginlega ótrúlegt að við höfum ekki klárað þetta stærra'
'Eiginlega ótrúlegt að við höfum ekki klárað þetta stærra'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óli's at the wheel.
Óli's at the wheel.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Shkelzen og Róbert Quental vinna vel saman.
Shkelzen og Róbert Quental vinna vel saman.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Hrafn átti góðan leik á vinstri kantinum.
Jón Hrafn átti góðan leik á vinstri kantinum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta hefur byrjað fullkomlega, níu stig af níu, ekki hægt að biðja um mikið meira í þessum fyrstu leikjum," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson sem var að stýra Leikni í þriðja sinn sem aðalþjálfari í dag.

Leiknir vann 0-1 útisigur á Dalvík og miðað við spilamennsku liðanna var sigurinn verðskuldaður. Þegar Óli Hrannar tók við var Leiknir í botnsæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  1 Leiknir R.

„Við fórum í grunnvinunna, byrjuðum á því að hlaupa aðeins meira og vera nær hvorum öðrum í varnarleiknum og sóknarleiknum líka. Strákarnir hafa tileinkað sér það mjög fljótt og þá er auðvelt að byggja ofan á það."

„Heilt yfir var frammistaðan mjög fín. Ég var ekki ánægður með fyrstu 25 mínúturnar, pínu sofanda háttur og vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. Það er fínt að strákarnir sjái það að þegar þeir fara eftir skipulagi og spila fótbolta eins og þeir gera best, að þá eru þeir ógeðslega góðir. Seinni hálfleikurinn var mjög fínn og eiginlega ótrúlegt að við höfum ekki klárað þetta stærra heldur en 1-0, að sama skapi vorum við heppnir, fáum á okkur dauðafæri í lokin. Það hefði verið hægt að refsa okkur illa þar."

„Mér leið ekkert svakalega vel með það, hefðu getað refsað okkur illa fyrir smá klaufaskap hjá okkur fyrir framan markið hjá þeim. Það hefði verið ótrúlega sárt ef boltinn hefði dottið inn."


Pjúra víti
Þjálfarinn var spurður út í vítadóminn í seinni hálfleiknum. Omar Sowe skoraði úr vítaspyrnunni það sem reyndist sigurmark leiksins.

„Mér fannst þetta vera pjúra víti, fannst hann sparka hann niður. Ég á eftir að horfa á þetta aftur, en fyrir mína parti var þetta víti."

Stundum þarf að taka á sig gult spjald fyrir liðið
Abdeen Abdul, framherji Dalvíkur/Reynis, er illviðráðanlegur og fengu Leiknismenn spjöld fyrir að taka í hann á sprettinum.

„Þetta er stór og sterkur strákur og stórhættulegur. Það er mjög erfitt að eiga við hann. Stundum þarf bara að brjóta og taka á sig gula spjaldið fyrir liðið."

Duglegir leikmenn eru oftast verðlaunaðir
Undirritaður var mjög hrifinn að þeim Jóni Hrafni Barkarsyni, Shkelzen Veseli og Róberti Quental sem léku fyrir aftan framherjann Omar Sowe. Þeir voru mjög góðir með boltann og sinntu einnig varnarvinnunni vel.

„Það er frábært að vera með svona góða fótboltamenn sem eru líka harðduglegir. Duglegir leikmenn eru oftast verðlaunaðir; hvort sem það eru mörk eða stoðsendingar. Þeir fá alltaf til baka. Það sést á stigatöflunni og svo mörkunum sem þeir skila sjálfir."

Sótti í eldgömlu klisjuna
Hvað getur Leiknir gert í sumar?

„Byrjunin hjá okkur var að koma okkur upp úr fallsæti, þegar þú ert svona neðarlega í töflunni þá verður þú bara að horfa í sætið fyrir ofan og reyna taka það. Á meðan við höldum því áfram... ég veit ekki hvar við getum endað, það er bara leiðinlega klisjan: næsti leikur."

Halda einbeitingu á verkefninu
„Ole's at the wheel" sungu stuðningsmenn Manchester United en svo súrnaði heldur í stjórnartíð Solskjær hjá Rauðu djöflunum. Það er 'Óli's at the wheel stemning' yfir byrjun Leiknis undir stjórn Óla Hrannars.

„Maður verður að passa að vera fljótur niður á jörðina aftur því fallið getur orðið ansi hátt ef maður missir einbeitingu á verkefninu," sagði Óli Hrannar.
Athugasemdir
banner
banner