Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fim 30. júlí 2020 23:02
Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveins: Fred, Albert og Orri áttu ekki að vera í hóp
Jón Sveinsson var sáttur í kvöld.
Jón Sveinsson var sáttur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna bikarleiki og skemmtileg keppni, sérstaklega þegar við fáum Pepsi lið og fáum að máta okkur við þau," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir að liðið sló Fylki út úr Mjólkurbikarnum í kvöld í leik sem lauk með vítaspyrnukeppni.

Lestu um leikinn: Fram 5 -  4 Fylkir

„Mér fannst leikurinn jafn heilt yfir en þetta var kaflaskipt. Þeir byrjuðu sterkt og svo komum við okkur inn í leikinn. Svo var þetta fram og til baka þangað til þeir missa mann útaf. Við stjórnuðum leiknum eðlilega betur eftir það án þess að ná að skapa okkur færi til að skora," hélt Jón áfram.

Þó svo Fram hafi verið meira með boltann gekk þeim illa að koma boltanum inn í vítateig Fylkismanna.

„Já Fylkismenn eru öflugir og vinnusamir og flott lið. Þeir eru á mjög góðu róli og á réttri leið með þetta lið. Það er erfitt að spila á móti þeim og þeir gefa þér lítið pláss og tíma. Ef þú nærð ekki að hreyfa boltann hratt lendirðu í vandræðum."

Eftir bakslag í baráttunni við kórónaveiruna var ákveðið í dag að leyfa ekki áhorfendur í dag en stemmningin hefur verið góð hjá Fram eftir að liðið færði sig í Safamýrina.

„Það var fúlt að hafa ekki stuðningsmennina okkar. Það er búin að vera fín stemmning hérna og við höfum spilað heilt yfir vel hérna og viljum halda því áfram. Vonandi náum við að vinna okkur út úr þeim vandamálum sem eru í samfélaginu."

Um leið og áhorfendabann var ákveðið í dag var tilkynnt að enginn leikur verði hér á landi næstu vikuna eftir daginn í dag. Fram átti að spila við Vestra á mánudaginn en fær nú frí. En breytti Jón liðinu sínu í ljósi þessa?

„Já ég gerði það," sagði Jón. „Ég ætlaði að hvíla menn því það leit út fyrir að við værum að fara í mjög erfiðan leik á mánudaginn. Ég setti inn leikmenn sem hafa verið að spila mikið í þennan leik" sagði Jón en Fred skoraði mark Fram í leiknum og sigurmarkið í vítspyrnukeppninni. Átti hann ekki að byrja?

„Fred hefði líklega ekki verið í hóp og fleiri leikmenn sem byrjuðu leikinn, Albert (Hafsteinsson) og Orri (Gunnarsson). Sem betur fer erum við með breiðan og fínan hóp og menn komu vel inn í leikinn. Aron Kári var frábær í hafsentinum og Tryggvi Snær kom vel inná miðjuna. Ég er mjög sáttur með þetta og þó ég treysti þeim til að spila leikinn ákváðum við að hvíla ekki fyrst við þurftum þess ekki."
Athugasemdir
banner
banner