Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 30. júlí 2020 20:52
Anton Freyr Jónsson
Logi Ólafs: Viljum fara alla leið
Logi Ólafsson, þjálfari FH
Logi Ólafsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fyrst og fremst ánægjulegt að vera komnir áfram, það er það sem þessi keppni bíður upp á, það er að komast áfram og við viljum fara alla leið og riðja hverri hindrun á vegi sem kemur og þetta var liður í því," voru fyrstu viðbrögð Loga Ólafssonar, þjálfara FH, eftir 3-1 sigurinn á Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

„Við vitum að þetta er erfitt og það skiptir oft á tíðum ekki máli hvaða deild liðin eru í. Þeir eru vel skipulagðir og með góða fótboltamenn sem geta gert hluti upp á eigin spýtur og það reyndist okkur smá erfitt í dag en sem betur fer náðum við að skora þrjú mörk."

Steven Lennon byrjaði á bekknum og var sóknarleikur liðsins bitlaus í fyrri hálfleik og þangað til á 62 mínútu þegar Steven Lennon kom inn á völlinn. Þá kveiknaði á sóknarleik FH-inga. Sýnir það hversu mikilvægur Lennon er í sóknarleik liðsins?

„Já, það vita allir sem fylgjast með fótboltanum hér að Lennon er okkur mikilvægur og góður fótboltamaður."

„Það voru menn að spila leikinn í dag sem hafa kannski ekki spilað mjög mikið, þannig þetta tók aðeins meiri tíma en ella."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Logi er meðal annars spurður út í sögusagnir að FH sé að reyna krækja í Ólaf Karl Finsen leikmann Vals.
Athugasemdir
banner