Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 30. júlí 2020 20:52
Anton Freyr Jónsson
Logi Ólafs: Viljum fara alla leið
Logi Ólafsson, þjálfari FH
Logi Ólafsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fyrst og fremst ánægjulegt að vera komnir áfram, það er það sem þessi keppni bíður upp á, það er að komast áfram og við viljum fara alla leið og riðja hverri hindrun á vegi sem kemur og þetta var liður í því," voru fyrstu viðbrögð Loga Ólafssonar, þjálfara FH, eftir 3-1 sigurinn á Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

„Við vitum að þetta er erfitt og það skiptir oft á tíðum ekki máli hvaða deild liðin eru í. Þeir eru vel skipulagðir og með góða fótboltamenn sem geta gert hluti upp á eigin spýtur og það reyndist okkur smá erfitt í dag en sem betur fer náðum við að skora þrjú mörk."

Steven Lennon byrjaði á bekknum og var sóknarleikur liðsins bitlaus í fyrri hálfleik og þangað til á 62 mínútu þegar Steven Lennon kom inn á völlinn. Þá kveiknaði á sóknarleik FH-inga. Sýnir það hversu mikilvægur Lennon er í sóknarleik liðsins?

„Já, það vita allir sem fylgjast með fótboltanum hér að Lennon er okkur mikilvægur og góður fótboltamaður."

„Það voru menn að spila leikinn í dag sem hafa kannski ekki spilað mjög mikið, þannig þetta tók aðeins meiri tíma en ella."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Logi er meðal annars spurður út í sögusagnir að FH sé að reyna krækja í Ólaf Karl Finsen leikmann Vals.
Athugasemdir
banner
banner