Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 30. júlí 2022 20:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benni McCarthy í teymið hjá Ten Hag (Staðest)
Mynd: Twitter/Fabrizio Romano

Erik ten Hag hefur bætt við sig aðstoðarmanni í þjáfarateymi Manchester United fyrir komandi tímabil en það er Benni McCarthy.


Þessi 44 ára gamli fyrrum framherji Blackburn, mun sérhæfa sig í að þjálfa upp sóknarleikinn og staðsetningar leikmanna á vellinum.

United hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og skoraði 57 mörk, sjö lið í deildinni skoruðu fleiri mörk.

McCarthy skoraði 153 mörk í 422 leikjum fyrir Ajax, Celta Vigo, Porto, Blackburn og West Ham en hann lagði skóna á hilluna árið 2011. Hann þjálfaði síðast Amazulu frá heimalandi sínu Suður Afríku.


Athugasemdir
banner