Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 30. júlí 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Girona fær menn lánaða frá New York og Man City (Staðfest)
Castellanos hefur gert 50 mörk í 109 leikjum í MLS deildinni.
Castellanos hefur gert 50 mörk í 109 leikjum í MLS deildinni.
Mynd: EPA
Couto skoraði eitt og lagði upp tvö í 28 deildarleikjum með Braga.
Couto skoraði eitt og lagði upp tvö í 28 deildarleikjum með Braga.
Mynd: EPA

Spænska félagið Girona er í eigu City Football Group sem á meðal annars New York City FC í Bandaríkjunum, Manchester City á Englandi og Troyes í Frakklandi.


Girona komst upp úr B-deild á síðustu leiktíð og leikur því í efstu deild eftir þriggja ára fjarveru.

Félagið krækti í þrjá nýja leikmenn á dögunum og er Valentín Castellanos, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar, þar á meðal.

City Group vill sjá hvort sóknarmaðurinn geti staðið sig jafn vel í Evrópu og hann gerði í MLS deildinni. Ef félagaskiptin ganga upp gæti næsta markmið hjá hinum 23 ára gamla Castellanos verið að ganga í raðir Man City.

Castellanos kemur til Girona á lánssamningi rétt eins og bráðefnilegi bakvörðurinn Yan Couto.

Couto er tvítugur Brasilíumaður sem hefur áður farið á lán til Girona. Hann var lánaður til Braga í Portúgal í fyrra og stóð sig vel.

Að lokum krækti félagið í miðvörðinn þaulreynda David Lopez á frjálsri sölu frá Espanyol. Lopez er 32 ára gamall og lék um 300 leiki fyrir Espanyol. Hann var einnig hjá Napoli í tvö ár.

Girona þarf að styrkja hópinn rækilega í sumar en félagið endaði í sjötta sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð og vann umspilið óvænt.

Athugasemdir
banner
banner
banner