Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Þróttur kláraði Keflavík í seinni hálfleik - Þór/KA kastaði frá sér sigrinum
María Eva skoraði tvö í seinni hálfleik
María Eva skoraði tvö í seinni hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordyn Rhodes skorað tvö fyrir Tindastól í lokin
Jordyn Rhodes skorað tvö fyrir Tindastól í lokin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen María átti góðan leik í liði Þór/KA
Karen María átti góðan leik í liði Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur vann flottan 4-2 endurkomusigur á Keflavík í 15. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þá gerðu Þór/KA og Tindastóll 3-3 jafntefli í spennuleik á Sauðárkróki, en Stólarnir skoruðu tvö mörk á lokamínútum leiksins.

Tindastóll bjargaði stigi í 3-3 jafnteflinu gegn Þór/KA á Sauðárkróksvelli.

Elísurnar bjuggu til fyrsta mark leiksins. Elísa Bríet Björnsdóttir tók hornspyrnu beint á kollinn á Elise Anne Morris sem stangaði honum í netið. Tindastóll í forystu.

Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir. Sandra María Jessen átti fyrirgjöf á Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem gerði vel í að klára færið.

Sandra María kom sér svo sjálf á blað þegar hún kláraði snyrtilega í markið eftir sendingu Agnesar Birtu Stefánsdóttur. Akureyringar fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn.

Elísa Bríet var hársbreidd frá því að jafna leikinn snemma í síðari hálfleik en aukaspyrna hennar hafnaði í þverslá, í höfuðið á Hörpu Jóhannsdóttur, en einhvern veginn tókst gestunum að bægja hættunni frá.

Þór/KA jók forystu sína eftir klukkutímaleik. Bryndís Eiríksdóttir kom með fyrirgjöfina og aftur var það Karen sem skoraði. Gott mark hjá henni.

Stólarnir fengu færin til að minnka muninn en annað mark þeirra kom ekki fyrr en á 86. mínútu. Aftur var Þór/KA að hleypa marki á sig eftir fast leikatriði, en Laufey Harpa Halldórsdóttir tók hornspyrnu sem Jordyn Rhodes skallaði í netið.

Undir lok leiks fengu Stólarnir vítaspyrnu er varnarmaður Þór/KA handlék boltann. Rhodes fór á punktinn og setti boltann í slá og inn.

Dramatískar lokamínútur á Króknum, en leikmenn Þór/KA eflaust svekktar með að hafa ekki ná að landa sigrinum í dag. Þór/KA er í 3. sæti með 28 stig en Tindastóll í 8. sæti með 12 stig.

Eftir leikinn fékk Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, að líta rauða spjaldið eftir samtal við dómara leiksins.

Þróttur kláraði Keflavík í seinni hálfleik

Það var líf og fjör er Þróttur vann Keflavík, 4-2, á AVIS-vellinum í Laugardal.

Færin voru á báða bóga í fyrri hálfleiknum. Fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 23. mínútu er Sóley María Steinarsdóttir kom boltanum í eigið net. Melanie Renderio keyrði upp vinstri vænginn áður en hún kom með fastan bolta fyrir og varð Sóley fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Keflavík bætti við forystuna með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu en það var Anita Lind Daníelsdóttir sem sem skoraði úr spyrnunni.

Þremur mínútum síðar gátu Keflvíkingar gert út um leikinn er Mollee Swift, markvörður Þróttar, var lengi að athafna sig með boltann. Melanie náði að stela honum og var með autt markið fyrir framan sig en skot hennar laflaust og framhjá markinu.

Dýrkeypt klúður því Þróttarar komust inn í leikinn með marki undir lok fyrri hálfleiks. Sæunn Björnsdóttir tók aukaspyrnu sem fór inn í teiginn og af Evu Lind Daníelsdóttur og í markið. Annað sjálfsmark leiksins.

Í síðari hálfleik kláruðu Þróttarar dæmið. Bæði lið voru að skapa sér færi en það voru heimakonur sem gerðu út um leikinn með tveimur mörkum frá Maríu Evu Eyjólfsdóttur.

Fyrra mark hennar kom á 68. mínútu og var smá heppnisstimpill yfir því. Hún tók fyrirgjöf af hægri vængnum sem fór yfir alla í vörninni og í netið.

Freyja Karín Þorvarðardóttir kom inn af bekknum og átti frábæra innkomu. Fyrst átti hún hörkuskot í slá og síðan kom hún að þriðja marki Þróttar. Sæunn átti fyrirgjöfina á Freyju sem kastaði sér í boltann. Vera varði vel í markinu en María hirti frákastið og skoraði.

Sigríður Theód. Guðmundsdóttir gulltryggði sigurinn undir lok leiks. Þróttarar hreinsuðu úr vörninni og langt fram völlinn á Sigríði sem var sloppin í gegn. Hún kláraði færið af einstakri snilld og landaði þremur stigum fyrir heimakonur.

Þróttur er í 7. sæti með 17 stig en Keflavík í neðsta sæti með 9 stig.

Tindastóll 3 - 3 Þór/KA
1-0 Elise Anne Morris ('23 )
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('35 )
1-2 Sandra María Jessen ('43 )
1-3 Karen María Sigurgeirsdóttir ('60 )
2-3 Jordyn Rhodes ('86 )
3-3 Jordyn Rhodes ('91 , víti)
Rautt spjald: Jóhann Kristinn Gunnarsson , Þór/KA ('95) Lestu um leikinn

Þróttur R. 4 - 2 Keflavík
0-1 Sóley María Steinarsdóttir ('26 , sjálfsmark)
1-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('35 , víti)
1-2 Eva Lind Daníelsdóttir ('45 , sjálfsmark)
2-2 María Eva Eyjólfsdóttir ('68 )
3-2 María Eva Eyjólfsdóttir ('79 )
4-2 Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('92 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner