Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Ólympíuleikarnir: Fjórar þjóðir komnar í 8-liða úrslit
Ibrahim Adel skoraði bæði mörk Egypta í óvæntum sigri á Spánverjum
Ibrahim Adel skoraði bæði mörk Egypta í óvæntum sigri á Spánverjum
Mynd: Getty Images
Argentínumenn eru á leið í 8-liða úrslit
Argentínumenn eru á leið í 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Argentína, Egyptaland, Marokkó og Spánn eru öll komin í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna í karlaflokki.

Egyptaland vann C-riðil mótsins með því að leggja Spán að velli, 2-1, í dag.

Ibrahim Adel skoraði bæði mörk Egypta. Fyrra markið gerði hann á 40. mínútu og það síðara á 62. mínútu.

Samu Omorodion skoraði eina mark Spánverja undir lok leiks. Dómíniska lýðveldið gerði 1-1 jafntefli við Úsbekistan í sama riðli, en þetta þýðir að Egyptaland tók toppsæti riðilsins með 7 stig, Spánn hafnaði í öðru með 6 stig og síðan kom Dóminíska lýðveldið með 2 stig og Úsbekistan í fjórða með 1 stig.

Marokkó tók toppsæti B-riðils með því að vinna Írak, 3-0. Amir Richardson, Soufiane Rahimi og Abde Ezzalzouli skoruðu mörk Marokkó.

Argentína bar sigurorð af Úkraínu, 2-0, í sama riðli. Thiago Almada gerði fyrra mark Argentínumanna snemma í síðari hálfleiknum og þá gerði Man City-maðurinn Claudio Echeverri annað markið í uppbótartíma.

Marokkó vann riðilinn á innanbyrðis viðureign gegn Argentínu, en báðar þjóðir voru með 6 stig. Úkraína og Írak eru úr leik.

Úrslit og markaskorarar:

B-riðill:

Marokkó 3 - 0 Írak
1-0 Amir Richardson ('19 )
2-0 Soufiane Rahimi ('28 )
3-0 Abde Ezzalzouli ('36 )

Argentína 2 - 0 Úkraína
1-0 Thiago Almada ('47 )
2-0 Claudio Echeverri ('90 )

C-riðill:

Dóminíska Lýðveldið 1 - 1 Úsbekistan
1-0 Rafael Nunez ('51 )
1-1 Alisher Odilov ('53 )

Egyptaland 2 - 1 Spánn
1-0 Ibrahim Adel ('40 )
2-0 Ibrahim Adel ('62 )
2-1 Samu Omorodion ('90 )
Athugasemdir
banner
banner