Fjallað var um það í gær að Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum Manchester United, vilji að byggður verði nýr leikvangur fyrir félagið frá grunni. Sá leikvangur yrði þá byggður rétt við Old Trafford.
Daily Mail fjallar um að SoFi leikvangurinn í Los Angeles, sem notaður er í NFL-deildinni, gæti orðið fyrirmynd að nýjum velli Manchester United.
United hefur skoðað völlinn í þaula en þar lék liðið æfingaleik gegn Arsenal á dögunum. Hann kostaði samtals 4,3 milljarða punda í byggingu.
Daily Mail fjallar um að SoFi leikvangurinn í Los Angeles, sem notaður er í NFL-deildinni, gæti orðið fyrirmynd að nýjum velli Manchester United.
United hefur skoðað völlinn í þaula en þar lék liðið æfingaleik gegn Arsenal á dögunum. Hann kostaði samtals 4,3 milljarða punda í byggingu.
Leikvangurinn er byggður allri nýjustu tækni, með fjölmarga LED skjáa og mikinn fjölda VIP rýma.
United hefur verið í nokkurn tíma í sambandi við fólkið á bak við SoFi leikvanginn og einnig hefur félagið fylgst með vinnu Chicago Bears við að byggja nýjan heimavöll.
Þá hefur félagið skoðað leikvanga í Ástralíu, Bernabeu völlinn í Madríd og heimsótt Wembley og Tottenham Hotspur völlinn.
Athugasemdir