banner
   mið 30. september 2020 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Tíu breytingar hjá Man Utd - Gylfi fær bandið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það eru tveir úrvalsdeildarslagir á dagskrá í enska deildabikarnum í kvöld þar sem Brighton getur hefnt sín á Manchester United eftir óheppilegt tap í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Brighton gerir níu breytingar eftir tapið þar sem lykilmenn eru hvíldir fyrir næstu umferð í úrvalsdeildinni. Ben White og Lewis Dunk eru þeir einu sem halda sætum sínum í byrjunarliðinu.

Ole Gunnar Solskjær gerir tíu breytingar eftir sigurinn gegn Brighton þar sem Victor Lindelöf er sá eini sem heldur sætinu á milli leikja.

Menn á borð við Fred, Donny van de Beek, Daniel James og Odion Ighalo fá tækifæri til að skína í kvöld.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.

Brighton: Steele, White, Dunk, Veltman, Burn, MacAllister, Gross, Jahanbakhsh, Bernardo, Gyökeres, Molumby
Varamenn: Sanchez, Maupay, Trossard, Sanders, Cochrane, Roberts, Jenks

Man Utd: Henderson, Dalot, Bailly, Lindelöf, Williams, McTominay, Fred, Mata, Van de Beek, James, Ighalo
Varamenn: Grant, Fosu-Mensah, Mengi, Lingard, Pogba, Greenwood, Rashford



Gylfi Þór Sigurðsson er þá með fyrirliðaband Everton sem tekur á móti West Ham í hörkuslag þar sem báðir þjálfarar tefla fram sterkum byrjunarliðum.

Gylfi tekur stöðu Abdoulaye Doucouré á miðjunni en framlínan helst óbreytt, þar sem Richarlison og Dominic Calvert-Lewin eru fremstir með James Rodriguez sér til aðstoðar.

Hamrarnir gera mikið af breytingum eftir stórsigur gegn Wolves um helgina. West Ham er með stóran hóp og mikið af leikmönnum í baráttu um sæti í byrjunarliðinu.

Varaliðið er ansi sterkt þar sem Robert Snodgrass, Manuel Lanzini, Felipe Anderson, Andriy Yarmolenko og Sebastian Haller mynda ansi öflugt teymi fram á við.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Everton: Pickford, Kenny, Keane, Digne, Nkounkou, Allan, Delph, Sigurðsson, Rodriguez, Richarlison, Calvert-Lewin
Varamenn: Lössl, Mina, Doucouré, Iwobi, Bernard, Coleman, Davies

West Ham: Randolph, Johnson, Balbuena, Rice, Cresswell, Noble, Snodgrass, Lanzini, F. Anderson, Yarmolenko, Haller
Varamenn: Trott, Ogbonna, Masuaku, Ashby, Soucek, Bowen, Fornals
Athugasemdir
banner
banner