Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. september 2020 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta skellti Lazio
Gosens skoraði og lagði upp.
Gosens skoraði og lagði upp.
Mynd: Getty Images
El Papu setti tvö.
El Papu setti tvö.
Mynd: Getty Images
Lazio 1 - 4 Atalanta
0-1 Robin Gosens ('10)
0-2 Hans Hateboer ('32)
0-3 Papu Gomez ('41)
1-3 Felipe Caicedo ('57)
1-4 Papu Gomez ('61)

Lazio og Atalanta mættust í nokkuð furðulegum stórslag í ítalska boltanum í kvöld. Þarna mættust tvö af skemmtilegustu liðum deildarinnar og var vængbakvörðurinn Robin Gosens búinn að skora eftir tíu mínútur.

Gosens lagði næsta mark upp fyrir hægri vængbakvörðinn Hans Hateboer og gerði Alejandro 'Papu' Gomez þriðja markið skömmu fyrir leikhlé.

Atalanta var því þremur mörkum yfir eftir fyrri hálfleik sem var satt að segja nokkuð jafn en færanýting Lazio var arfaslök.

Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn en fjórum mínútum síðar bætti Papu Gomez öðru marki sínu við og gerði þar með út um leikinn.

Atalanta heldur uppteknum hætti og er búið að skora 8 mörk í fyrstu tveimur umferðum nýs tímabils. Napoli er einnig komið með 8 mörk og er Inter búið að skora 9 sinnum í tveimur leikjum.

Atalanta á næst heimaleik gegn Cagliari á sunnudaginn á meðan Lazio tekur á móti Inter í stórleik.
Athugasemdir
banner
banner