Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. september 2020 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Michael Flynn: Þeir þurftu töframark til að jafna
Mynd: Getty Images
Risabönunum í Newport County tókst næstum því að slá Newcastle United úr leik í enska deildabikarnum í dag.

Newport tók forystuna á fimmtu mínútu og kom jöfnunarmark gestanna ekki fyrr en undir lokin, þegar Jonjo Shelvey lék illa á varnarmann og lagði knöttinn snyrtilega í þaknetið.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, fór í stutt viðtal við Sky að leikslokum.

„Þeir eru með fínasta fótboltalið. Þeir lögðu allt í sölurnar í dag, sérstaklega síðustu 10-15 mínúturnar. Við áttum held ég 27 marktilraunir og 10 þeirra fóru á markið en þær telja ekki nema þú nýtir færin," sagði Bruce.

„Þeir skoruðu eftir fimm mínútur og það veitti þeim mikið sjálfstraust."

Michael Flynn, stjóri Newport, var svekktur með að hafa tapað í vítaspyrnukeppni.

„Það er erfitt að detta út með þessum hætti en ég er ótrúlega stoltur af strákunum, þeir voru stórkostlegir.

„Newcastle þurfti töframark til að jafna leikinn. Svona gerist þegar þú gefur úrvalsdeildarleikmanni of mikið pláss."

Athugasemdir
banner
banner
banner