Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   lau 30. september 2023 16:11
Aksentije Milisic
Besta deild kvenna: Breiðablik fór langt með að tryggja Evrópusætið
Agla María skoraði.
Agla María skoraði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Tveimur leikjum var að ljúka í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna en barist er um annað sætið sem gefur þáttökurétt í Evrópukeppni.


Breiðablik vann gífurlega mikilvægan 3-1 sigur á FH sem fór langt með að tryggja Evrópusætið. Birta Georgsdóttir kom Blikastúlkum í forystu áður en Snædís María Jörundsdóttir jafnaði metin.

Blikar kláruðu leikinn í síðari hálfleiknum en á sama tíma missteig Þróttur sig gegn Íslandsmeisturum Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði seint í leiknum eftir að Elín Metta kom Þrótti yfir á markamínútunni góðu.

Ef Stjarnan misstígur sig í leik gegn Þór/KA sem nú er í gangi verður Evrópusætið hjá Breiðablik gulltryggt.

Þróttur R. 1 - 1 Valur
1-0 Elín Metta Jensen ('43 )
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('88 )
Lestu um leikinn

Breiðablik 3 - 1 FH
1-0 Birta Georgsdóttir ('28 )
1-1 Snædís María Jörundsdóttir ('43 )
2-1 Agla María Albertsdóttir ('66 )
3-1 Clara Sigurðardóttir ('72 )
Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner