Tveimur leikjum var að ljúka í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna en barist er um annað sætið sem gefur þáttökurétt í Evrópukeppni.
Breiðablik vann gífurlega mikilvægan 3-1 sigur á FH sem fór langt með að tryggja Evrópusætið. Birta Georgsdóttir kom Blikastúlkum í forystu áður en Snædís María Jörundsdóttir jafnaði metin.
Blikar kláruðu leikinn í síðari hálfleiknum en á sama tíma missteig Þróttur sig gegn Íslandsmeisturum Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði seint í leiknum eftir að Elín Metta kom Þrótti yfir á markamínútunni góðu.
Ef Stjarnan misstígur sig í leik gegn Þór/KA sem nú er í gangi verður Evrópusætið hjá Breiðablik gulltryggt.
Þróttur R. 1 - 1 Valur
1-0 Elín Metta Jensen ('43 )
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('88 )
Lestu um leikinn
Breiðablik 3 - 1 FH
1-0 Birta Georgsdóttir ('28 )
1-1 Snædís María Jörundsdóttir ('43 )
2-1 Agla María Albertsdóttir ('66 )
3-1 Clara Sigurðardóttir ('72 )
Lestu um leikinn
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 23 | 15 | 4 | 4 | 52 - 19 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 23 | 13 | 4 | 6 | 50 - 28 | +22 | 43 |
3. Þróttur R. | 23 | 11 | 5 | 7 | 40 - 27 | +13 | 38 |
4. Stjarnan | 23 | 11 | 5 | 7 | 33 - 25 | +8 | 38 |
5. Þór/KA | 23 | 10 | 3 | 10 | 31 - 35 | -4 | 33 |
6. FH | 23 | 8 | 5 | 10 | 31 - 32 | -1 | 29 |