De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 30. september 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
FSG selur hlut í Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fenway Sports Group, eigendur Liverpool, hafa samþykkt að selja lítinn hlut í félaginu til að fjármagna ýmis verkefni.

Dynasty Equity kaupir hlutinn sem er talinn kosta á bilinu 82 til 164 milljónir punda.

FSG vantaði innspýtingu af pening inn í Liverpool til að hjálpa við rekstur félagsins. Þessir peningar verða notaðir til að borga til baka hluta af bankaláni sem Liverpool tók til að byggja nýtt æfingasvæði og bæta leikvanginn sinn, meðal annars.

„Þessi fjárfesting getur reynst afar mikilvæg fyrir langtímaáform félagsins, við erum áfram skuldbundnir Liverpool eins og áður," segir Mike Gordon, forseti FSG.

Liverpool tapaði um 100 milljónum punda í Covid faraldrinum, notaði svo 50 milljónir í nýtt æfingasvæði og tæpar 15 milljónir til að kaupa gamla æfingasvæðið sitt til baka fyrir kvennaliðið.

Þá er Liverpool að borga um 80 milljónir til að breyta leikvanginum sínum, aðeins sjö árum eftir að hafa borgað rúmlega 100 milljónir til að breyta öðrum hluta leikvangsins.

Auk þess eyddi félagið um 100 milljónum í nýja leikmenn í sumar þar sem miðjumennirnir Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister, Wataru Endo og Ryan Gravenberch voru keyptir á meðan Fabinho og Jordan Henderson voru seldir, en aðrir fóru frítt.

FSG borgaði ekki nema 300 milljónir punda til að kaupa Liverpool árið 2010 og hefur markaðsvirði félagsins hækkað gífurlega mikið á rúmum áratugi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner