City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glæpsamlegur varnarleikur - „Má ekki sjást á neinu stigi fótboltans"
Diogo Dalot.
Diogo Dalot.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United tapaði 0-3 gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Frammistaða United í leiknum var alveg virkilega slök en segja má að liðið hafi sett tóninn í byrjun leiks þegar Mickey van de Ven, miðvörður Tottenham, fékk að valsa í gegnum vörnina.

Svo kom sending fyrir og var Brennan Johnson aleinn á fjærstönginni.

Danny Simpson, fyrrum bakvörður Man Utd, var alls ekki sáttur með Diogo Dalot í markinu. Dalot lék í vinstri bakverði hjá United í leiknum.

„Að Brennan Johnson fái svona mikið svæði á fjærstönginni en glæpsamlegt," sagði Simpson.

„Dalot er ekki í stöðu. Hann þarf að koma sér til baka. Það er algjör hörmung að þetta mark komi eftir tvær eða þrjár mínútur. Frá byrjun til enda var þetta mark mjög slakt."

„Dalot setti hendurnar upp og baðst afsökunar en þetta má ekki sjást á neinu stigi fótboltans."

Simpson var ekki sá eini sem gagnrýndi Dalot. Það gerði Jamie Redknapp einnig á Sky Sports. „Þetta er svo lélegt hjá honum. Hann er bara að skokka."

Það er samt sem áður líklega hægt að gagnrýna alla leikmenn Man Utd fyrir frammistöðuna í leiknum í gær.


Athugasemdir
banner
banner