City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter spurður út í framtíðina: Er ekki kominn tími á auglýsingahlé?
Mynd: EPA

Graham Potter er tilbúinn að snúa aftur í þjálfun eftir að hafa verið rekinn frá Chelsea fyrir rúmu ári síðan.

Hann er sérfræðingur hjá Sky Sports yfir leik Bournemouth og Southampton sem er í gangi þessa stundina en hann var spurður að því hvort hann hefði áhuga á því að taka við enska landsliðinu.


„Er ekki kominn tími á auglýsingahlé? Sem Englendingur er þetta auðvitað frábært starf en ég styð þá ákvörðun sem fótboltasambandið tekur," sagði Potter. 

„Ég er opinn fyrir öllu. Þetta hefur verið frábært ferðalag undanfarin 12 ár frá fjórðu deild í Svíþjóð í átta liða úrslit í Meistaradeildinni. Ég vil eyða næstu tólf árum í sömu stöðu, þróa leikmenn, lið, vinna með fólki og gera gæfumuninn."

Lee Carsley er bráðabirgðaþjálfari landsliðsins eftir að Gareth Southgate hætti með liðið eftir EM í sumar.

Þá er Erik ten Hag stjóri Man Utd undir mikilli pressu og hefur Potter verið orðaður við starfið. Dan Ashworth, íþróttastjóri Man Utd, vann með Potter hjá Brighton á sínum tíma.

„Hann vill styðja menn, það er mín reynsla af honum. Ég veit ekki hvernig staðan er hjá Man Utd en mín reynsla af honum hjá Brighton er sú að hann studdi mann vel," sagði Potter.

„Hann skoraði á mann á réttum tímum en vildi hjálpa og vera til staðar. Félög verða að búa til aðstæður þar sem þjálfarar verða farsælir, þannig hann mun reyna það."


Athugasemdir
banner
banner
banner