Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
banner
   mán 30. september 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir Salah á leið til Sádi-Arabíu - Liverpool gefur lítið fyrir sögusagnir
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur ekki áhyggjur af sögum um að egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah hafi náð samkomulagi um að ganga í raðir félags í Sádi-Arabíu á næsta ári, en þetta kemur fram á Football Insider.

Spekingurinn Gabriel Agbonlahor fullyrti á talkSPORT að Salah væri á leið til Sádi-Arabíu eftir að samningur hans við Liverpool rennur út á næsta ári.

„Ég er að heyra að hann fari á frjálsri sölu og hversu pirrandi væri það fyrir Liverpool að missa Salah, sem er 31 árs eða 32 ára, frítt. Ég held að hann eigi eftir að þéna meira en Ronaldo. Hann verður andlit deildarinnar.“

„Ég get ekki gefið það upp hver sagði mér þetta, en ef hann ætlaði að skrifa undir nýjan samning þá held ég að hann væri búinn að því nú þegar. Peningalega séð er samningurinn sem hann mun fá í Sádi-Arabíu of góður til að hafna,“
sagði Agbonlahor, sem er þó ekki talinn áreiðanlegur þegar það kemur kaupum, sölum og samningamálum leikmanna.

Football Insider ákvað því að hafa uppi á heimildarmönnum sínum hjá Liverpool, en þeir segja að félagið hafi litlar sem engar áhyggjur af sögusögnum um Salah.

Félagið hefur enn mikinn áhuga á að framlengja við egypska landsliðsmanninn og er stefnt að því að hefja viðræður á næstu mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner