City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 09:49
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu sturlaðan fögnuð Víkinga eftir flautumark Tarik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur og Breiðablik leiðast hlið við hlið á toppi Bestu deildarinnar og það er svo sannarlega meistarabragur á báðum liðum.

Breiðablik vann FH í gær og Víkingur fylgdi því svo eftir með því að vinna endurkomusigur gegn Val um kvöldið. Víkingur vann 3-2 en Tarik Ibrahimagic, sem skoraði tvö mörk í leiknum, tryggði sigurinn með flautumarki í lokin.

Stuðningsmaður Víkings fékk sér svo Guinness til að fagna sigrinum og lét prenta mynd af Tarik og Kára Árnasyni á froðuna.

„VÁÁÁÁÁ!!! Daði Berg gefur boltann út í teiginn á Tarik sem setur boltann í fjær og tryggir Víkingum sigurinn,“ skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.

Víkingur birti skemmtilegt myndband af marki Tarik og þeim fögnuði sem braust út í kjölfarið.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 Víkingur R.



Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 24 17 4 3 62 - 25 +37 55
2.    Breiðablik 24 17 4 3 56 - 28 +28 55
3.    Valur 24 11 6 7 57 - 38 +19 39
4.    Stjarnan 23 10 5 8 42 - 37 +5 35
5.    ÍA 23 10 4 9 41 - 33 +8 34
6.    FH 24 9 6 9 39 - 42 -3 33
Athugasemdir
banner
banner
banner